Alltaf sami letinginn. Topp helgi. Í boltanum vann United sannfærandi sigur, Chelsea og Arsenal gerðu jafntefli og Liverpool tapaði. Greyin. Að segja eitthvað meira er eins og að sparka í hund (hann gæti bitið, skiljiði?).
Partyparty á laugardag, jólahlaðborð í Versölum, fínn fordrykkur, ágætur matur, *svolítið* misjöfn skemmtiatriði, en topp félagsskapur. Ég er orðinn alltof rólegur í ellinni, og svaf því vel og til hádegis og dreif mig síðan í laufabrauðsskurðinn í Kópavoginum, um það bil fjórum tímum á eftir fyrsta fólki. Í minni fjölskyldu tíðkast ekkert hálfkák þegar að þessu kemur. Kökurnar eru örþunnar, skorið er með flugbeittum skurðhnífum, eitthvað svipað ef ekki sömu og læknar nota, og uppástungur um laufabrauðsjárn komu fyrst og síðast fram fyrir 20 árum. Reyndar væru járnin þolanleg ef þau væru beittari og laufin mynduðu hvassara horn.
Þetta laufabrauðsgerð-er-list er allt skagfirsku ömmu minni að kenna, þó það séu 90 ár síðan hún giftist og flutti í Borgarfjörðinn.
Fór á Happy Rotter í gær. Hin ágætasta skemmtun. Var mjög duglaus í miðareddingum á TTT og sé hana líklega milli jóla og nýárs.
Hitler er búinn. Næst í hrúgunni eru æfisögur
Tesla og
Keynes, I bindi. Ekki ólíklegt að eitthvað léttmeti detti inn á milli, en
Star Maker og First and Last Men, báðar eftir Olaf Stapledon teljast nú ekki léttmeti þó SF séu, en þær eru einmitt líka í biðröðinni og líklegastar á eftir ævisögunum