Skelfilegt að gera jafntefli við Stjörnuna í gær. Erum enn í 2. sæti en erfitt verður það. Það er alltíeinu komin stemming í Víkinga á pöllunum! Synd ef við fáum ekki tækifæri til að reyna okkur í efstu deild.
Fór á undan Stjörnuleiknum upp í Austurberg og sá fyrri hálfleikinn í Víkingur-Magdeburg, gaman að sjá fjölda á pöllunum og smá stemmingu, vel uppbyggt mót. Magdeburg var auðvitað að leika á hálfum hraða og með vinstri, en engu að síður, þegar Víkingur breytti stöðunni úr 5-7 í 7-7 og áhorfendur tóku aðeins við sér, þá lyngdi maður augunum aftur rétt sem snöggvast og ímyndaði sér að þetta væri alvöru Evrópuleikur...
Vikan í vinnunni búin að vera soltið hektísk, og ekki laust við að helgin verði það líka. Skírn í dag, barnaafmæli á morgun. Frænka mín varð eins árs, og mér skilst ég verði eini fullorðni gesturinn sem ekki er með barn með mér. Eins gott ég þarf ekki að fá lánað!