Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, augustus 27, 2005

Bloggsíður ekki opinberar?

Síðan hvenær eru bloggsíður ekki opinber plögg? Þvílíkir pípandi fávitar sem þessir blaðamenn eru. Fréttablaðið, Mogginn, Stöð 2 o.s.frv. mega vera eins grenjandi hlutdræg og þau vilja. RÚV og starfsmenn þess mega ekki vera það. Punktum. Basta.
Það var helv. gaman í gær, blogga um það síðar.

dinsdag, augustus 23, 2005

Þyngdarblogg eru frekar persónuleg...

Ég ætlaði að segja að þyngdarblogg væru leiðinleg, en það er líklega ekki rétta orðið. Er hins vegar nokkuð viss um að það hjálpar eflaust mörgum og veitir aðhald að birta tölur. Ég ætla bara að láta nægja að minnast á að í dag byrjaði ég í Biggest Loser keppni niðrí vinnu. Kíkið aftur hér 31. október og sjáið úrslitin, ætla ekki að tjá mig um það fyrr. Má ekki gefa tommu eftir! Og þó. Kannske einn öl í viku ;)

zaterdag, augustus 20, 2005

Krikketlaus laugardagur

Það er helgi og það er ekki Ashes leikur. Ég veit varla hvað ég á af mér að gera. Og þó.
Fyrir liggur að lesa Algebraistann, horfa á United og meiri og fleiri leiki, horfa á nokkra þætti úr League of Gentlemen, fara í miðbæinn, hlusta á fyrirlestur rithöfunds um listmálara (jájá, þetta er enn ég, þið eruð ekkert að villast á bloggum þó ég gerist listrænn. Eyborg Guðmundsdóttir var vinkona mömmu og moster og ætla mér að fræðast aðeins meira um hana) og síðan reyna að skemmta mér eitthvað í miðbænum. Bakkus verður hvíldur, enda var tekið hraustlega á í Akureyrarferðinni á fimmtudaginn hvar Víkingur var aðeins 2 mínútum frá fræknum sigri sem hefði fleytt okkur langleiðina upp. En við erum enn með allt í okkar höndum.
Á ég að ranta aðeins? Jájá, hvers vegna ekki. KrossGunni var í Íslandi í bítið á fimmtudaginn og eins og venjulega þorir enginn að vaða almennilega í kallinn. Mig dreymir um daginn þegar hann verður boðaður í viðtal í beinni útsendingu sem verður sirka svona:

Spyrill: Gunnar, nú lifir þú samkvæmt Biblíunni og hefur verið virkur andstæðingur t.a.m. jafnréttinda samkynheigðra, eða forréttinda eins og þú kallar þau?
KrossGunni: Jú, mikið rétt.
Spyrill: Gunnar, það voru 570 manns í Krossinum í desember 2003 og hafði fjölgað um 40 á 5 árum. Það eru hátt í 1000 múslimar á landinu skv viðtali í DV um daginn. Þeir ráða ekki okkar lögum og heldur ekki þú. Vertu úti með þinn sértrúarsöfnuð og njóttu þess að fara eftir þínum reglum. Þetta samtal verður ekki lengra.
Næst í Kastljósi....

dinsdag, augustus 16, 2005

Týsdagur

Datt inn á veðurfregnirnar áðan í Sjónvarpinu og sá að á morgun er "miðvikudagur (óðinsdagur)". Er Ásatrúarfélagið komið með ítök á Veðurstofunni??

zondag, augustus 14, 2005

Víkja-enni

Víkingur tapaði stigum (jájá Kanzlari, ég komst heilu og höldnu úr Kópavoginum, til þess fór ég í strætó), Nýsjálendingar unnu sannfærandi á Telstra velli, United vann sannfærandi, ég kláraði Hvern Lækni, tvær Leon og tvær Zen, Chelsea stal stigum, Ástralir þurfa heimsmet og ég ætla að horfa á Donnie Darko Directors Cut.
Sem bara ekki slæm helgi.
Og til að halda áfram þemanu úr titlinum, þá er Siete Pazzi Questi Romani fyndnara en Þessir Rómverjar eru klikk, en það er líka það eina sem er ekki fyndnara á íslensku en öllum málum öðrum sem ég hef lesið þetta á. Enda kann ég ekki frönsku.

vrijdag, augustus 12, 2005

ADSL

Jæja, eftir mikið japl jaml og fuður er ADSL routerinn farinn að virka sem skyldi, næstum því... Það er þó ekki mikið sem á vantar og ADSL sjónvarpið er í góðu lagi, sem er fyrir mestu fyrir morgundaginn.
347 for 3 eftir fyrsta dag? England? ha?? Annaðhvort vinna þeir frækinn sigur eða þetta fer í dautt jafntefli. Meira að segja líkurnar á klúðri eru orðnar litlar.

dinsdag, augustus 09, 2005

Fæðingarorlof

Hallveig, má ég kynna Gunnlaug, Gunnlaugur, þetta er hún Hallveig. Það eru kommentakerfi hjá ykkur báðum!
Já já, ég er vondur maður.
Annars sé eins og yfirleitt báðar hliðar á málinu. Ég sé svo oft báðar hliðar á öllum málum að stundum er eins og ég sjái í fjórvídd.

donderdag, augustus 04, 2005

Fótbolti í Reykjavík

Víkingur hirti þrjú stig af KS og Englendingar hafa ekki skorað jafn mörg hlaup gegn Áströlum á fyrsta degi síðan 1938, en skemmtilegasta frétt dagsins var á mbl.is
Valsmenn eru nánast komnir í úrslit Visa-bikarsins eftir að Garðar Gunnlaugsson skoraði öðru sinni þegar rétt tæpar átta mínútur voru eftir af leiknum. Staðan því 2:0 fyrir Val og Fylkismenn þurfa kraftaverk ætli þér að koma sér aftur inn í leikinn. Það er því líklega Reykjavíkurslagur í úrslitum því Framarar komust í úrslitin í gær þegar þeir lögðu FH að velli í vítaspyrnukeppni.

(leturbreyting mín)
Það er gaman að sjá túlkun þessa dýrasta bloggs á Íslandi á því að Valur þyrfti að vinna til það yrði örugglega Reykjavíkurslagur í úrslitunum. Er ekki fjarri því að ég sé bara alveg sammála!