Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, februari 28, 2006

Fyrsta hanagal

Eftir rúman sólarhring í rúminu var ekki möguleiki að vinna gegn, nei anskotinn hafi það, ég kalla þetta ekki heilkenni, frekar innbyggðu letina. Nema hvað, ef maður sofnar sjö þá vaknar maður þrjú. Hef fengið verri ælupestir þó, þessi varði stutt en "þynnkan" eftir hana var lengri. Svo er bara að berjast gegn svefninum í kvöld. Ein lausn er að fara í að uppfæra bókalistann, hef lesið heilmikið undanfarið án þess að uppfæra, aðeins meira maus að uppfæra þegar þarf að ftp-a upp á server í stað þess að editera bara skrána og bíngó. undo.com er sem sagt hætt að búa á heimavélinni minni
Hvernig í ósköpunum stendur á því að Fréttablaðið er komið hér um miðjar nætur? Komið núna fyrir þrjú, og ég heyrði í lúgunni á mánudagsmorgun kl 2, yfir látunum í maganum á mér. Greinilega betri blaðberar hér en annars staðar. Verst að það eru ekki betri blöð.
Sá ekki einu sinni sigur minna manna í plastbikarnum. Svona bikar sem er allt í lagi að vinna en ömurlegt að tapa í úrslitum. Þannig að þetta var fínt. Hins vegar var ömurlegt að sjá SAF hrósa Glazersonum og tala um alla peningana sem þeir hafa lagt í klúbbinn. Þeir hafa ekki lagt krónu í klúbbinn, en fyrir skuldirnar sem þeir hafa hlaðið á hann væri hægt að kaupa 20-30m punda leikmann á hverju ári. Til frambúðar.
Þetta mun versna áður en það batnar. Urr og grr og arrgh.
Febrúar bara að klárast. Og enn einn og hálfur mánuður í páskahretið! Framundan er árshátíð og utanlandsferð. Það verður snjallt.

vrijdag, februari 24, 2006

Heilkenni

Ég sem hélt að ég væri bara kvöldsvæfur morgunhani, en núna sé ég að þetta er bara alvöru heilkenni.
Svona meira eða minna allavega...

donderdag, februari 16, 2006

Krulla

Bretar, þeas Skotar eru að verja ólympíutitil sinn í krullu kvenna.
Einhvern tímann hefði þurft að segja mér það tvisvar að skoskar húsmæður væru Ólympíumeistarar í skúríngum...

woensdag, februari 15, 2006

G'Kar dáinn

Andreas Katsulas, best þekktur fyrir leik sinn sem G'Kar í bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, Babylon 5 er dáinn. Reyndar hefði verið erfitt að þekkja hann af götu úr því hlutverki enda falinn að mestu bakvið latex. En ekki hefði ég munað eftir honum sem einhenta manninum heldur. Ólíkt Ármanni

dinsdag, februari 14, 2006

Jújú, þetta var mæða.

Fór heim rétt eftir hádegi í gær, verulega slappur, lá í bælinu allan daginn og svaf út í morgun. Mánudagurinn 13. lætur ekki að sér hæða.
Dear Amazon.co.uk Customer,
We've noticed that customers who have purchased Scousebusters '85 - Manchester United v Merseyside have also ordered Chelsea FC - Chelsea Centenary (DVD ).
Fékk svo þetta í póstinum. Held að einhver þurfi aðeins að fínstilla gervigreindina hjá amazon.

maandag, februari 13, 2006

Mánudagur

Þetta kemur mér nú aðeins í betra skap á mánudegi.
Brooklyn í gærmorgun
Svo skal nefnilega böl bæta að benda á eitthvað annað. Annars er Making Light skyldulesning fyrir þá sem hafa áhuga á bókum, SF&F eða miðjupólitík í Bandaríkjunum. Og kommentin eru næstum besti hlutinn.
Lífsstíll minn þessa dagana er hvorki hollur né skynsamur. Það er ekki gott. Samt var gaman í fertugsafmælinu á laugardaginn. Nú fara þau að hellast yfir. Flestir vina minna eru eldri en ég. Miklu eldri. Miklu miklu miklu eldri. Alveg satt. Heilu áratugunum jafnvel.
Jamm. Þetta er mánudagur til mæðu.
Fyrir þá sem eru með GúglJörð, bendi ég á linkinn sem er núna efstur í del.icio.us listanum þarna hægra megin. Virtually Torino er safn af merkingum á keppnisstaði í Tórino með uppfærðum gerfihnattamyndum. Nota svon tilt fídusinn og sjá þetta öðruvísi en beint ofanfrá. Mega kúl. En best að setja tengilinn líka hér. Très cool.

zaterdag, februari 11, 2006

Alzheimer Medium

Ég er ekki með allar sellur í gangi. Ég meina það.
Síðasta laugardag skrapp ég í Kringluna, lét gera við saumsprettu á buxum meðan ég beið og fór svo í Hagkaup. Og skildi buxurnar eftir við kassann...
Náði í þær á þriðjudag.
Í dag, laugardag, skrapp ég í Kringluna, fór í Eyma, keypti 2 kiljur á helmingsafslætti, fór svo í Hagkaup. Og ...
Legg ég á og mæli um að ég verði hnakkaskotinn þegar ég er hættur að geta æst mig yfir fótbolta af því ég man ekki eftir með hvaða liðum ég held.
Kemst ekki í dag, ekki þið fara og reyna að hirða bækurnar...

dinsdag, februari 07, 2006

Að missa ekki af leik

Þorsteinn Joð telur ólíklegt að einhver eigi eftir að horfa á alla leikina í HM. Ég tel frekar líklegt að ég klikki ekki. Síðasti leikur sem ég missti af í HM var leikur Saudi Arabíu og Marokkó á HM'94. Ég átti hann reyndar lengi á teipi og ætlaði að horfa á til bara til að horfa, en það klikkaði og teipið týndist. '86 sá ég alla leiki sem RÚV sýndi, og á enn 2 litlar minnisbækur sem ég nóterað niður um leikina. 1990 sá ég alla leiki þökk sé Eurosport og nóteraði hjá mér liðin, markaskorara og helstu atriði í leikjum. Það sumar vann ég í samgönguráðuneytinu og vann 7-kortérfyrirþrjú til að komast heim í þrjú leikinn. Síðan ætlaði ég að koma þessu í tölvu og eitthvað fór inn. Enn á ég blöðin sem ég nóteraði þetta niður Sama var uppi á teningnum '94. Þá náði ég að koma þessu inn fram að fjórðungsúrslitum (í Word). '98 var ég orðinn tæknilegri og setti upp Access gagnagrunn til að setja inn, færði tölvuna inní stofu og gerði þetta jafnóðum. Sýnist ég eiga þá keppni nokkuð komplett. Þá var að auki netið komið í fullan gang, held ég eigi öll mörkin á tölvutæku, haug af myndum og öll report úr helstu ensku blöðunum. 2002 tók ég ákvörðun um að ég væri ekki að hafa alveg eins gaman að þessu og áður og skrifaði ekkert til að minnka ábyrgð. Sá samt alla leiki en hafði engar áhyggjur af því, horfði á leiki með félögum hér og þar og tók þessu létt. Suma leiki sá ég meira að segja ekki alveg alla, í þeim skilningi að í staðinn fyrir að horfa leiki sem voru á sama tíma hvorn á eftir öðrum eins og alltaf áður var ég með tvö sjónvörp í gangi og horfði á báða í einu, svo framarlega sem það var hægt. Nú er planið að halda þessu óbrotnu, taka frí úr vinnu þegar riðlakeppnin er og njóta sumarsins. ekki ósvipað og ég gerði 2002. Tímasetningin þá hentaði reyndar fullkomlega, leikir á morgnana og svo var eftirmiðdagurinn frír.
Svo sjáum við til hvort ég get bísað einhverja miða á leiki, ef það gerist missi ég auðvitað af leikjum, en einhverju verður að fórna :)
En niðurstaðan er samt sem áður að nota bloggfærnina, ef einhver er, og fylgja gömlum hefðum, þó ekki verði jafn nákvæmar lýsingar og 1998. Frekar að reyna að koma á framfæri því sem mér finnst og upplifuninni af keppninni.
Og til að koma þessu öllu á framfæri bjó ég til nýtt blogg til að halda þessu aðskildu:
Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006
Vonandi ég endist...

maandag, februari 06, 2006

6. febrúar 1958

They shall not grow old as we that are left grow old
Age shall not weary them, nor the years condemn
At the going down of the sun, and in the morning
We will remember them

Geoff Bent. Roger Byrne. Eddie Colman. Duncan Edwards.
Mark Jones. David Pegg. Tommy Taylor. Liam Whelan.
The Flowers of Manchester