Fyrsta hanagal
Eftir rúman sólarhring í rúminu var ekki möguleiki að vinna gegn, nei anskotinn hafi það, ég kalla þetta ekki heilkenni, frekar innbyggðu letina. Nema hvað, ef maður sofnar sjö þá vaknar maður þrjú. Hef fengið verri ælupestir þó, þessi varði stutt en "þynnkan" eftir hana var lengri. Svo er bara að berjast gegn svefninum í kvöld. Ein lausn er að fara í að uppfæra bókalistann, hef lesið heilmikið undanfarið án þess að uppfæra, aðeins meira maus að uppfæra þegar þarf að ftp-a upp á server í stað þess að editera bara skrána og bíngó. undo.com er sem sagt hætt að búa á heimavélinni minni
Hvernig í ósköpunum stendur á því að Fréttablaðið er komið hér um miðjar nætur? Komið núna fyrir þrjú, og ég heyrði í lúgunni á mánudagsmorgun kl 2, yfir látunum í maganum á mér. Greinilega betri blaðberar hér en annars staðar. Verst að það eru ekki betri blöð.
Sá ekki einu sinni sigur minna manna í plastbikarnum. Svona bikar sem er allt í lagi að vinna en ömurlegt að tapa í úrslitum. Þannig að þetta var fínt. Hins vegar var ömurlegt að sjá SAF hrósa Glazersonum og tala um alla peningana sem þeir hafa lagt í klúbbinn. Þeir hafa ekki lagt krónu í klúbbinn, en fyrir skuldirnar sem þeir hafa hlaðið á hann væri hægt að kaupa 20-30m punda leikmann á hverju ári. Til frambúðar.
Þetta mun versna áður en það batnar. Urr og grr og arrgh.
Febrúar bara að klárast. Og enn einn og hálfur mánuður í páskahretið! Framundan er árshátíð og utanlandsferð. Það verður snjallt.