Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, januari 30, 2007

Svo íslenskt, svo íslenskt, svo grátlega íslenskt

Íslenska leiðin til að tapa. Ef Alex var ekki 100% Íslendingur fyrir, þá er hann það núna því þetta grátlega ótímabæra skot var íslenskt frá A til Ö.
Ég er farinn í rúmið til að grenja svoldið.

Labels:

Þróun hvað?

Í tilefni þess að ég víkkaði meginmálsspaltann til að koma fyrir YouTube vídeóum (þú gætir verið að missa af del.icio.us linkunum mínum hægra megin ef þú ert með mjóan vafursglugga, það er verra, góðir linkar þar) þá er hér fagurt dæmi um uppfræðslugildi kristinnar trúar:

via: Frelsi og franskar og Pharyngula.
Í sama ranni má benda á að mér finnst ankannalegt að sjá Davíð Þór Jónsson lofsama vanþekkingu:
En ef við leggjum okkur fram getur okkur tekist að upplifa léttinn þegar því oki er lyft af okkur að þurfa alltaf að hafa öll svör á reiðum höndum og við getum hvílt sál okkar í trausti á Guð. Þegar okkur tekst að sleppa og treysta. Þegar okkur tekst að láta af og leyfa Guði. Þegar við finnum að við þurfum ekki að gera neitt annað en að hætta að stjórna og vita og skilja og hleypa Guði að.

Hefði haldið að hann væri fróðleiksfús maður.
Að lokum er rétt að benda á Teit Atlason, BA í guðfræði, rífa í sig Vinaleið í Fréttablaðinu í dag.
Prédikun dagsins lokið! Næsta mál á dagskrá er að gera súpu úr Baunum!

Labels:

zondag, januari 28, 2007

Sanngjörn hefnd?

Ég er viss um að allir sem eyddu peningum í að fara í Reiðhöllina líta á þetta sem sanngjarna meðferð:

Og úr sarpinum: Þetta var á fox fyrir nokkru, 100 tímarnir eru liðnir, eru Bandaríkin nokkuð orðin að SF?

Labels:

Tvennt ólikt

Þau eru ólík liðin í dag, annað risar evrópskrar knattspyrnu, hitt lið í vandræðum.
Já, Forest eru með tvo Evrópubikara í safninu, en Chelsea í veseni þessa dagana. Forest hefur alltaf verið mitt annað lið, frá því ég valdi þá sem mitt lið i 2. deildinni, og velgengi þeirra næstu þrjú árin á eftir voru ansi freistandi, en ég lét þó ekki undan. Af hjátrú er ég ekki í gömlu Forest treyjunni minni.

Labels:

Roooooooney

Ein vippa og "after all his problems and his lack of form and the criticism that's come his way, there is the perfect response".
Nei, ég er ekki að tala um vippuna hans "Venna Rún"(c)2006 Rúnar Haukur í gær. Þetta er það sem þulurinn klykkir út með í lýsingu á einu flottasta marki Le Dieu. Eins og þar segir, "form is temporary, class is permanent"

Labels:

vrijdag, januari 26, 2007

Platini

Mér líst vel á Platini sem forseta UEFA. Það er ágætt að fækka liðum niður í þrjú frá hverju landi í Meistaradeildinni. Og tilvitnunin í hann er fín "It is a game before a product, a sport before a market, a show before a business."
Sjáum svo til með restina.
Þegar ég hugsa aðeins um það þá er Platini ekki besti leikmaður sem ég hef séð, en samt tengi ég hann meira en flesta ef ekki alla af hinum betri við fagran leik. Frakkland á miðjum níunda áratugnum er einhver flottasti bolti sem hefur sést og Skytturnar fjórar (Giresse, Tigana, Fernandez og Platini) lifa enn í minningunni. Það er vonandi að sami andi svífi nú yfir UEFA vötnunum.

Labels:

dinsdag, januari 23, 2007

Indælt

Fátt er betra en að hitta góða vini sem maður sér of sjaldan. Þorsteinn frændi er á landinu í annað sinn á skömmum tíma og í tilefni þess bauð mamma í hrygg. Þetta var indælt kvöld, og vonandi hittumst við meira á næstu dögum

Labels:

donderdag, januari 18, 2007

Sjónvarp næstu árin

Nú er hægt að hlakka til því gera á stuttseríu úr Diamond Age eftir Stephenson og HBO ætlar að búa til alvöru seríu eftir Song of Ice and Fire eftir George RR Martin, ein þáttaröð per bók.
Ef af verður og ekki eitthvað klúður gæti þetta hvort tveggja orðið alger snilld.

Labels:

vrijdag, januari 12, 2007

Frábær byrjun

Frábær byrjun á helginni, kom að bílnum áðan með sprungið dekk. Hm. Kannske er búið að vera leka síðan í gær. *hóst* ég er ekki góður í eftirtektinni. Jói Möller vinnufélagi minn kom að málinu og hjálpaði verulega til. Það er arfaleiðinlegt að skipta. Gott að hafa footballer til að sparka í felgulykilinn og losa rærnar.
Já, ég skipti ekki um dekk hjálparlaust. So?
Nú er annað hvort að fara í heitt bað núna, eða moka tröppurnar og fara svo í heitt bað. Tröppurnar eru á kafi. Samt mokaði ég í gær.

Labels:

dinsdag, januari 09, 2007

Græjur

Komið að græjubloggi. Jobs kynnti nýtt dót frá Apple áðan. Síðasta mál á dagskrá var iPhone. Lítur nokkuð vel út, kostar $499 fyrir 4gíg síma og $599 fyrir 8 gíg. Kemur til Evrópu í desember. Þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af þessum, enda á ég fínan síma sem spilar mússík án þess ég noti fídusinn og tvo iPodda.
Þar á undan var: Apple TV, eða iTV eins og það hét. Þokkalegir spekkar, 40gíg diskur og 720p upplausn. En á í harðri samkeppni við Netgear EVO 8000 sem er reyndar ekki með harðan disk en styður allt að 1080p. Ekki það ég sé með þannig sjónvarp, en hey... Ekki viss um að ég vilji nota iTunes til að indexa allar mínar myndir og sýnist að Netgear lofi þokkalega léttri leið í utanumhald. Gæti trúað að Netgear sé duglegra í að spila öll möguleg og ómöguleg form af mynd og hljóði.
Svo er líka hægt að nota Vista+Xbox360 í að streyma. Það skyldi þó aldrei verða lausnin?
Enda þetta á þessu myndbandi frá CES:

Sýnist þetta vera sama græjan og Gizmodo talar um hér. Vá. Mætti reyndar vera hærri upplausn í skjávarpanum en... sætt.

Labels: , , , ,

maandag, januari 08, 2007

Átak... vonandi

Síðustu tvo daga hefur snarminnkað verkurinn í síðunni. Það þýðir nátt'lega að afsökun fyrir gymm-leti er að hverfa. Á síðustu vikum og mánuðum hefur verið æ ljósara að ákveðin mál eru í slæmum farvegi og þarf að bæta úr.
Í dag var svo tilkynnt hvenær árshátíðin yrði. Þannig að ég hef 10 vikur. Því er hafið átakið "Í smókinginn fyrir árshátíðina". Lykilatriði í því átaki sem þeim fyrri er nammi-, gos- og djönkfúdbindindi. Þá vitið þið það og getið gert grín að mér þegar ég spring. Þetta byrjar á morgun. Því þarf aðeins að taka til í ísskápnum í kvöld :) En ekkert hrikalegt samt.
Svo þarf maður að nota æfingakortið sitt, reyna að mæta á morgun.
Vikan er annars athygliverð græjulega séð, CES í Vegas og Apple með sýningu líka, strax komnar áhugaverðar græjur, en geymi það í næsta póst, enda er búið að kvarta undan bloggleti hjá mér.
Og svo ég fari að lokum yfir aðalmálin í þjóðfélaginu: Skaupið var fyndið, Cleese er góður (sér í lagi seinni auglýsingarnar, blaða og sjónvarps), nafnbreytingin gott mál (kostnaður líklega ekkert mikið meiri en fyrir venjulega herferð sem hvort sem er er alltaf tekin af og til (ekki að ég viti hann)) og gervi-auglýsingarnar fyndnar, nema hvað helst til pró-unnar. Hmm... Annars ekki alveg tölulega réttar, en ég læt öðrum um að fletta upp almennum yfirdráttarvöxtum hjá Kaupþingi og öðrum íslenskum bönkum. Sérlegir áhugamenn geta líka t.d. leitað að sams konar vöxtum hjá HSBC í Englandi og borið þetta allt saman við grunnvexti seðlabankanna. Það gæti reynst fróðlegt. Og sem hluthafa í Kaupþingi þá finnst mér eðlilegt að framkvæmdastjóra banka í Englandi séu greidd laun í samræmi við laun framkvæmdastjóra annarra banka í Englandi og komi engum við hvað hann gerir við sína peninga.
Þarf ég að taka fram að ég tuða þetta á eigin ábyrgð en ekki vinnuveitanda míns og hef engar innherja upplýsingar um neitt af ofangreindu, enda snertir mitt starf hvorki auglýsingar né viðskiptabankamál? Já líklega, það er fullt af fólki þarna úti sem langar að misskilja svona færslur. Þá er það sem sé framtekið.

Labels: ,