Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

dinsdag, juli 31, 2007

Takk Berlín

Takk Berlín, skítaveðrið þitt síðustu fjóra daga kom mér gjörsamlega í gírinn fyrir veðrið hér heima. Var orðinn of góðu vanur þessar tvær vikur í Grikklandi. Þegar ég er farinn að segja að það sé eiginlega orðið of heitt, þá er morgunljóst að hitinn er kominn yfir 40 gráðurnar. Mikið rosalega var þetta æðislega frábær ferð.
Fokk. Vinna á morgun.
Og þó. Er eiginlega alveg til í að komast í gírinn aftur.
Myndir síðar.

Labels:

zaterdag, juli 07, 2007

Skúrkur

Ég er skúrkur og skúnkur. Dreg vini mína hingað í Fossvoginn undir því yfirskini að ég sé til í selja hjólið mitt. Og svo þegar verkfræðingnum tekst að nota mína fínu pumpu sem mér hafði aldrei tekist að nota... þá hætti ég við að selja. Af því að nú er hjólið ekki loftlaust lengur.
úff.
Sjáum til hvort ég nota það eitthvað, ef ekki þá sel ég þeim það.
Svo þarf ég að þrífa kjallaratröppurnar. Þvílíkt ógeð.