zondag, augustus 19, 2007
vrijdag, augustus 17, 2007
Raunir og erfiðleikar
Það er stundum, jafnvel oft, erfitt að vera Víkingur.
En pabbi beið 57 ár milli Íslandsmeistaratitla. Þannig að ég get ekki byrjað að kvarta almennilega fyrr en eftir 41 ár.
Labels: fótbolti
maandag, augustus 06, 2007
Ekki mikið
Alltaf svolítið athyglisvert þegar RSS lesarinn pikkar upp færslur og sýnir sem svo kemur í ljós að eru horfnar af viðkomandi bloggi.
Annars er ég að ná að leasa þriggja vikna skammt af gömlum United póstum og sé m.a. vitnað í John Cleese í Clockwise:
It's not the despair. I can take the despair. It's hope I can't standEn eigum við samt ekki að vona að United gangi vel á tímabilinu þrátt fyrir að hafa unnið Samfélagsskjöldinn.
Ég er á leiðinni til Manchester í haust á fyrsta leikinn á Old Trafford í rúm 10 ár og hlakka auðvitað til þó að blendnar tilfinningar vegna peninganna sem renna í Glazer vasa geri vart við sig. Það góða er auðvitað að daginn áður á FCUM leik og ég ætla ekki að láta mig vanta á Gigg Lane. Verður fróðlegt að sjá hvað marga úr ferðinni ég get dregið þangað.
Og fyrst ég er að tala um United, það er sama hvað völlurinn verður stór, leikurinn hér að neðan verður ekki sleginn út sem besta stemming nokkru sinni á Old Trafford:
Í þá daga varð maður að láta sér nægja siguröskur morguninn eftir þegar Mogginn var lesinn, ég man enn eftir þeim morgni og man ég þó ekki margt. Ótrúlegt.
Labels: fótbolti