16 ár
Þegar mamma sagði mér nývöknuðum að Freddie væri dáinn benti ég henni vinsamlega á að þetta væri nú bara misskilningur í gömlu konunni, hann hefði bara tilkynnt daginn áður að hann væri með eyðni, þetta væri ekki búið enn.
Ekki í fyrsta eða síðasta skiptið sem mamma hefur réttara fyrir sér.
Síðan eru sextán ár.
Var á Herrakvöldi Víkings í gær. Góð skemmtun, Guðni Ágústsson átti salinn, sem kom sumum vissulega á óvart. Á eftir fór hann að rifja upp þegar hann hitti mig sem krakka. Ég efast ekki um að ég kunni mun minna í Njálu nú en þegar ég var fimm ára. Kominn tími á að lesa hana aftur frekar en þetta endalausa SF&F, þó skemmtilegt sé. En ætli ég verði ekki að klára bunkann sem ég fékk um daginn fyrst. Er með bókamerki í einum 6 bókum núna. Helgin fer í það, og 6-Y hitting í kvöld. Ekki seinna vænna að hittast, svona rétt áður en við verðum tuttugu ára stúdentar, og engi.. næstum enginn orðinn fertugur.
Brandari vikunnar:
Tributes are being paid to Scotland this morning [á fimmtudag] after the entire country laughed itself to death,
The alarm was first raised at around 10pm last night as thousands of phone calls and text messages went unanswered.
Small groups of volunteers from Berwick-upon-Tweed and Carlisle ventured north just after midnight only to find houses full of dead people gathered around still blaring television sets. By dawn, as RAF helicopters flew over deserted city streets, it was clear that the whole country had suffered a catastrophic abdominal rupture.
Wayne Hayes, a special constable from Northumberland, said: 'We went into one house in Dunbar and found three men sitting on the sofa with huge smiles on their faces, still holding cans of 70 Shilling. They seemed to be at peace'
Moving tributes are already being placed along the Scotland-England border with many mourners opting to leave a simple bag of chips or a deep-fried bunch of flowers.
Mynd vikunnar: Ástæðan fyrir að Ronaldinho getur ekki blautan lengur. Hrikalegt að sjá þetta. Og að hugsa sér, ef United hefði fengið Ronaldinho, værum við ekki með Ronaldo. Í dag myndi enginn United maður skipta.
Blast from the past vikunnar: Man ekki afhverju einhver benti á þessa gömlu frétt, en ég hef ekki hlegið jafn mikið lengi: Bjartsýni Liverpool manna er eilíf.. Auðvelt að vera vitur eftir á, en þetta er samt bara fyndið núna. Hvar er Le Tallec í dag??? Annars er þetta bara biturð út í að það sé ekki til jafn gott United blogg...
Labels: fótbolti, njála, queen, Ronaldinho, víkingur