Takk Souness
Ef maður hefur í gegnum tíðina ekki þakkað Graeme Souness nógsamlega fyrir að hafa klárað verkið sem Dalglish byrjaði á og rústað Liverpool liðinu, þá var að bætast enn ein ástæðan til að dá manninn. Honum bauðst að taka til Liverpool leikmann sem hafði átt í vandræðum heima fyrir og vildi byrja nýtt fótboltalíf í Englandi. Hann sagði Neitakk.
Eins gott.
Ég er nefnilega nokkuð viss um að ólíkt aulunum í Leeds hefði Liverpool ekki selt okkur Eric Cantona.
Versti stjóri sem ráðinn hefur verið oftar en einu sinni í efstu deild í Englandi. Staðreynd.