Drattaðist loksins til að ganga úr þjóðkirkjunni. Við gerðum það tveir vinnufélagarnir, enda nóg að prenta út eitt eyðublað og faxa. Nema hvað. Alltaf best að vera samkvæmur sjálfum sér. Verst að ekki er hægt að skrá Knattspyrnufélagið Víking sem trúfélag. Held að samband mitt við félagið sé ekki ósvipað og hjá ansi mörgum sem telja sig trúaða.
woensdag, april 28, 2004
dinsdag, april 27, 2004
Var að koma af Kill Bill, Vol.2 Var ekki búinn að sjá Vol.1 en það skaðaði ekki. Skemmti mér þrælvel, flott mynd með stöku eeeeuuwww atriðum. Nú er bara að tölta á leigu eftir 1.
Nú hef ég heyrt allt. Carmina Burana á banjó. Og bara þokkalega gott!!
Mikið er morgungráminn heillandi...
Annars er ég orðinn mjög hrifinn af útsýninu út um gluggann minn. Held ég verði að verða áhugamaður um garðrækt til að viðhalda því. Nú eða fá fagmann í málið. Sé mig fyrir mér í Garðheimum eða Blómavali með mynd af skrúðgarðinum segjandi "Ég var að eignast garð. Hvað vantar mig?". Og ef sölumaðurinn er ekki aumingi færi ég út með allt upp í kerruvagn undir úrgang. Ég held að fagmaður yrði ódýrari.
maandag, april 26, 2004
Mikið er gaman að vera lasinn heima. Meira blah sumsé.
Memo to self: Veturinn 2003-4 sucked rocks through straws. Og ekki byrjar sumarið vel.
Hm. ég held að svona sjálfsaumkunarblogg eigi einum of vel við mig. Þarf að bóka fríið á Ítalíu sem mig langar að fara í. Tvær vikur í sól við sundlaug nálægt Gardavatni hljóma eins og það sem með þarf. Og minnir mig á það að lífið er nú bara alls ekki svo skítt.
zondag, april 25, 2004
Jæja. Þá er titillinn farinn. Arsenal er að spila eins og við eigum að spila, höfum spilað áður og munum spila aftur. Nú er bikarinn eftir og að tryggja annað sætið til að þurfa ekki í forkeppnina í Stóru Evrudollunni. Svo er bara um að gera að Arsenal vinni Góðg... Samfélagsskjöldinn í haust, enda hefur lið sem vinnur skjöldinn að hausti ekki enn unnið Premiership að vori. Það er nú það.
Enn með kvef, ætla að eyða deginum undir sæng fyrir framan imbann og horfa á fótbolta, Formúlu 1 og eitthvað af DVD. Verst að takkinn hvar ég vel aspect ratio er eitthvað bilaður þannig að það er sóun að horfa á Angel allan teygðan á langveginn. Það er svosem ekki eins og veðrið sé til að vera úti í.
Las Flateyjargátu í gær, þokkalegasta afþreying, en er núna að spæna mig í gegnum le Guin, keypti Earthsea Quartet úti og er kominn í Tehanu, sem er síðasta bókin. Man að ég las A Wizard of Earthsea á íslensku sem strákur og þótti hún verulega furðuleg. Það var eitthvað við hana sem ég kunni einhvern veginn svo illa við. Man hins vegar ekkert hvað hún var kölluð á íslensku. Það hafa nú ekki margar SF bækur verið þýddar í gegnum tíðina. Fyrir utan Tolkien man ég í svipinn eftir Stálhellum Asimov (sem ég sá á safni löngu áður en ég las hana á ensku en þótti forsíðan með eindæmum óspennandi og hafði engan áhuga), Fahrenheit 471 sem ég las og svo var auðvitað Hitchhikers þýdd.
zaterdag, april 24, 2004
20 ára reunion Hagaskóla í gær. Fínasta geim, reyndar helst til fáir, en samt mjög gaman. Kíktum fyrst út í Hagaskóla þar sem Einar Magnússon skólastjóri og Steinunn lóðsuðu okkur um ganga og skoðað hvað var breytt og hvað ekki. Síðan út í Sunnusal þar sem við vorum fram á nótt áður en steðjað var á Kaffi List og síðan Ölstofuna. Allt þið besta mál. Ég þekkti náttúrulega varla nokkurn nema fyrrum bekkjarsystkini mín og þau sem voru síðan í M.R.
donderdag, april 22, 2004
blah. Búinn að vera að detta í bandarísk "vinstri"blogg í dag... Hér er það helsta:
John Negroponte, áður sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ verður sendiherra í Írak. Athyglisverður bakgrunnur atarna. Eftirmyndin hefur hangið í SÞ í einhvern tíma, en er víst hulin núna, eftir því sem einhver sagði til að Powell þyrfti ekki að hvetja til stríðs með hana á bak við sig (líklega þá í einhverjum fréttafundarsal).
og svo á léttari nótunum: Condi Rice mismælir sig:
"As I was telling my husb..." and then stopping herself abruptly, before saying, "As I was telling President Bush."
Æ, væri það ekki fyndið?
En, allavega fyrir þá sem finnst svolítið gott að lesa það sem Bandaríkjamenn sem vilja losna við Runnann hafa að segja, þá er Eschaton fínt. Í smáum skömmtum þó, held ég.
Gleðilegt sumar! Skrapp í vinnuna í morgun en skreið síðan undir sæng með stíflað nef. hrmph. Afhverju er ekki snjókoma eða rigning eins og venjulega á sumardaginn fyrsta??
dinsdag, april 20, 2004
Þættinum hefur borist bréf...
Ég er þar borinn þungum ásökunum um að hafa af illgirni mælt með bók til lestrar sem var "tóm steypa". Ég er að sjálfsögðu alsaklaus af slíkum ásökunum. Hitt er hárrétt að ég mælti heils hugar með bókum Iain (M.) Banks við bréfritara, enda lágu leiðir okkar saman í netheimum fyrir nokkrum árum (sem ég reyndar var búinn að minnast á í löngum tjáningarhala hjá Nönnu). Ég ætla að leyfa mér að giska á hvað um sé að ræða.
Ef gefið er að bréfritari hafi lesið M. lausa Banks bók, þ.e.a.s. ekki vísindaskáldsögu, tel ég með öllu útilokað að um hafi verið að ræða Whit eða Espedair Street sem báðar eru bráðskemmtilegar léttlesningar og þaðan af síður uppáhaldsbókina mína í öllum heiminum, The Crow Road. The Business og Dead Air eru of nýjar (síðustu 3 ár) og alls ekki steyptar. Fyrsta bókin hans, Wasp Factory, er hægt að lýsa með 100 lýsingarorðum áður en nokkrum dettur í hug steypa, enda er helmingur ca. 30 ritdóma sem útdrættir eru birtir eru í kiljunni fordæmingar á ógeðinu. Tær snilld, samt. Song of Stone er meira furðuleg en steypa og þá eru þrjár eftir, The Bridge, Walking on Glass og Canal Dreams, sem hægt er ímynda sér að lesandi geti líkt við steypu. Ég ætla að skjóta á Walking on Glass, enda hún einna skringilegust.
En þarna er um grundvallarmistök bréfritara að ræða enda get ég aðeins sagt að ef það er rithöfundur þarna úti sem mun skemmta mér jafn mikið og Banks þá hlakka ég mikið til.
Ég vil að lokum syrgja Nýjustu tækni og vísindi. Viðurkenni fúslega að ég hef lítið horft á þáttinn, en það hefur alltaf veitt mér ákveðna ánægju að vita af honum. Hugsa að börn og unglingar framtíðar muni gjalda fyrir að finna tæknitilhneigingum sínum ekki farveg þarna.
maandag, april 19, 2004
Kominn heim eftir fína helgi í Bath. Brúðkaupið geysiskemmtilegt, margir góðir vinir, sumir sem ég hef ekki séð í nokkur ár, eitthvað smá af slúðri og staðreyndum, of fáar bækur, og hæfilega margir (les: of margir) mynddiskar keyptir. Það er nú það.
woensdag, april 14, 2004
Hingað til hefur ekkert beinlínis týnst í flutningunum, jafnvel fundist (passinn minn, að týna honum kostaði bara slatta af peningum fyrst að kaupa bráðabirgðapassa í Leifsstöð síðasta sumar og svo að kaupa nýjan alvöru, sem reyndar sparaði mér visa til BNA í nóvember), en það var smá fjúkk þegar ég áttaði mig á að leita í réttum kassa að flugmiðanum mínum.
Brúðargjöfin var keypt áðan, glæsileg bæheimsk kristalsskál frá Tékklandi. Er búin að vara brúðurina við, á n-ta glasi í haust, enda þykur mér soltið skondið að gefa írskri brúður tékkneskan kristal. Hún var sátt, enda nóg af Waterford í kringum hana. Kortið er Lómar við Þjórsá. Ég ætla meira að segja að skrifa kortið að mestu að íslensku, held það verði skemmtilega úník fyrir þau.
Annars er þetta í fyrsta skipti sem ég fæ að reyna svona breska týpu af brúðkaupi þar sem ég er boðinn í athöfnina og svo í móttöku um kvöldið, en ekki í matinn á milli. Þetta er svoldið sniðugt, en væri vissulega aðeins leiðinlegra ef það verða ekki þó nokkrir vinir mínir í sömu sporum þannig að hægt verður að nýta tímann vel á milli. Ég hlakka mikið til.
maandag, april 12, 2004
Sosum alveg ágætt að mæta aftur til vinnu eftir fínt frí. Alltaf nóg að gera...
Ekki-á-Voldumvej-núna kom, ég mallaði kjúlla í dollusósu (fín Sechzuan) og við horfðum á okkar menn merja Leicester með einu marki, ekki sannfærandi, en þrjú stig telja alltaf.
Pósturinn hefur gert mér lífið leitt. Ég fyllti út flutningstilkynningu fyrir 2 vikum, ekkert gerðist, ég emlaði á postur@postur og kvartaði og var sagt að Vesturbærinn hefði ekki neitt um þetta, fyllti út aftur, og áttaði mig svo á þegar fyrrum nágranni hringdi á miðvikudag að ég hafði ekki fengið neinn póst. Hún hafði tekið úr hólfinu, en í dag komst ég að því að allur póstur á Reynimel var sendur í Giljalandið, EN allur póstur í Giljalandið, þmt. sá áframsendi frá Reynimel var sendur ... á Reynimel. Þetta veftilkynninga dæmi ekki að gera sig!
Héðan úr Fossvogi er það í veðurfréttum að vorið er að koma. Fyrrverandi eigandi hefur verið með skaðræðislega græna fingur og ekki getað stillt sig um að setja niður haustlaukana þó að hún væri búin að selja. Nýt ég góðs af því.
Í athugasemd lesanda við síðasta þátt kemur fram að sá möguleiki er fyrir hendi að setja tvöfalda röð af kiljum í Billy. FELA BÆKUR!?! *skelkaður* Pervertismi...
Því miður er svo að þetta er reyndar þokkaleg 'raunheims' lausn. Ég beitti henni um tíma á Reynimelnum, en ætla að láta aðalbókaherbergið hér vera frekar 'heilagt', hafa bækur þar sem ég get alltaf gripið í. Hins vegar held ég að stóri fataskápurinn í gesta/bókageymslu/server-herberginu muni nýtast vel, held að þar sé hægt að koma eins og þrem röðum af bókum í hverja hillu. Svo er bara að muna hvað er hvað þegar maður vill t.a.m. detta í Christie/Cussler/Asprin/Koontz, en þau sýnast mér kandídatar í þennan skáp eins og stendur. Sá síðastnefndi stytti mér einmitt stundir hér fyrstu dagana án nets þegar ég hakkaði mig í gegnum nokkrar auðlesnar.
Búinn að tæma nokkra svarta poka í morgun, ýmist sett á sinn stað eða komið í rétt herbergi. Þetta er allt að koma, og ekki spillir að hafa iPod við heimilisstörfin. Eins gott samt að ég er ekki búinn að fá mér mini iPod, það virðist leiðindagalli á þeim, sjá umræður á iPodLounge. Það hryggir mig ef Apple er að lenda í vandræðum, þetta er nefnilega svo mikil snilldargræja.
zondag, april 11, 2004
Ég vaknaður, páskaeggið í ísskápnum sem og birgðir af Atlanta-kaffeini, páskalambið í ísskápnum á Birkigrundinni, og allt í gúddí. Eftir sosum eins og klukkutíma verður eggið brotið og síðan vaðið í meiri tiltektir. Það er ljóst að ég þarf að kaupa mér bókaskáp. Ég skildi 10 hillna, 150cm breiða kiljuskápinn minn eftir á Reynimelnum þegar ég flutti, skv. ráði gamla trésmiðsins sem er ráðleggjandi nr 1 í þessu öllu. Honum þótti það frekar mikið spýturusl. Sé þó svolítið eftir honum. Þyrfti í raun tvo slíka meðfram öðrum veggnum í bókaherberginu, Billy er eiginlega of djúpur, þó að átta hillur í Billy gefi fína kiljuhæð. Einhvern tímann læt ég sérsmíða bókaskápa í allt húsið.
Er farinn að sjá að ég mun geta fengið af mér að gefa slatta af bókum. Listinn kemur eftir nokkra daga hér, slatti af því eru mis-úreltar hagfræðibækur. Látið hagfræði nördana í lífi ykkar vita svo þeir monitori bloggið. </Plögg>
Þú veist að þú þekkir mig ekki ef þú ert hissa á að ég sé vaknaður kl. 7 á páskadagsmorgun.
vrijdag, april 09, 2004
Er það nokkuð hræsni að vera þakklátur yfir svona indælli fimm daga helgi þó að tilefnið sé eitthvað sem ég trúi ekki á?
Félagi minn í Írlandi er að vinna í dag og allur hans bandarískættaði vinnustaður, fær frídag síðar á árinu í staðinn. Mér finnst ósköp þægilegir svona 'næstum allir eru neyddir í frí' dagar.
dinsdag, april 06, 2004
McMaggi segir litla sögu af því hvenær maður er búinn að vera of lengi í Glasgow. Get að hluta verið sammála, en mín útgáfa er þannig að þegar pabbi og mamma komi í heimsókn eftir að ég hafði verið mánuð þar sagði mamma eitt sinn. "Mikið ægilega er kvenfólkið hér ólaglegt" og ég svaraði "En eftir ár á Englandi hef ég gengið hér um með hálfgerða störu yfir því hvað þetta eru miklu fallegri stelpur en í Coventry!"
zondag, april 04, 2004
Öryggi Bandaríkjanna er að aukast til muna. Norskum ríkisborgara sem var dæmd fyrir 11 árum fyrir að rækta sex marijuanaplöntur verður vísað úr landi. það er nú svo.
zaterdag, april 03, 2004
Jæja. Afmælisdagurinn í gær var á lágstemmdu nótunum, enda mikið að gera í vinnunni. Miðvinnsla fjárstýringar var svo óendanlega elskulega að gefa mér blóm í tilefni dagsins! Endaði daginn á að horfa á Gettu betur, og verð að segja að þótt þetta hefði ekki verið glæsileg frammistaða frá liðunum og of mikið sem þeir vissu ekki, átti Versló þetta skilið fyrir flottan endasprett. <bið>
Fyrirgefið biðina, var frammi á baði að þvo mér um munninn með sápu fyrir að hrósa Versló. En það er svona með endasprettinn. Ég var alveg með á hreinu að Versló tæki þetta í bráðabananum, enda var þríþrautin frábærlega afgreidd og Borgó leit út eins og þeir hefðu orðið undir ýtu. Minnir mig á bjölluspurningar í undanúrslitum mulduráttamuldurtíuoglágtmuldursex, allur skriðþungi hvarf.
Annars hef ég sjaldan séð vinningslið og stuðningsmenn tapa sér svona gjörsamlega. Ég skrifa ekki alveg undir Tab og vind med samme sind, enda btdt hvort tveggja, en vá. Mín samúð var öll með Borgó eftir þessi læti.
Dagurinn í dag verður öllu viðburðameiri. Er á leið út úr húsi og kem til baka í tæka tíð fyrir make-or-break leik ársins. United verður að stöðva Arsenal. Síðan er planið að eyða eftirmiðdeginum í að kaupa sitt lítið af hverju til heimilisins og vonandi taka slatta meira til. Það er allt of mikið enn í pokum.
Í kvöld er svo planið að frændur fara út að borða og djamma eitthvað á eftir, árlegt (sirkabát) Boys' Night Out, fellur vel við afmæli annars og grasekkilsstand hins. Vonandi að leikurinn fari ekki út í svo mikla vitleysu að við getum ekki haldið uppi samræðum!
Ekki má þó ofgera, svona í fermingarvertíðini, nr 2 á vorinu á morgun, ekki langt að fara hér út Giljalandið!