Horfði á útför Best í morgun. Munurinn á honum og Díönu prinsessu var sá að hann var sá besti á sínu sviði, en hún var fræg fyrir að giftast og koma vel fyrir. Oftast. Þess vegna stend ég við diss mitt á þá sem misstu sig yfir prinispissunni, en viðurkenni fúslega að hafa ekki verið alveg þurreygur í morgun.
Nema hvað.
Parísardaman kitlaði mig og ég reyni mitt besta...
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
- Fara aftur til Ástralíu og Nýja Sjálands
- Fara á HM.
- Hlaupa Tjarnarhringinn eins og alvöru MRingur.
- Læra aftur á píanó.
- Lesa Gödel, Escher, Bach: An Eternal Golden Braid
- Búa í útlöndum (Eyða ellinni á Ítalíu, ef ekki annað)
- Gera armbeygjur
7 hlutir sem ég get:
- Eldað frábæran mat (eftir uppskrift).
- Forritað.
- Fattað.
- Lært tungumál ef ég legg mig eftir því.
- Sett vinstri fótinn fyrir aftan hnakka.
- Talað ensku eins og hún væri móðurmál mitt. Reyndar með dálítið flakkandi hreim, en samt.
- Sungið á fótboltaleik án þess að hafa of miklar áhyggjur af 4. að neðan. Þó einungis með viðkomu í Berserkjakjallaranum
7 hlutir sem ég get ekki:
- Drattast til að skrifa jólakort.
- Klifrað kaðal eða vegg.
- Skilið þegar eitthvað er bara gefið í skyn.
- Sungið án þess að vera boðið starf í Guantanamo Bay til að syngja fyrir fangana. (sjá þó 7. áður)
- Gert armbeygjur.
- Borað í vegg.
- Bakkað almennilega í stæði.
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
- Dökkt og fallegt hár.
- Dökk augu.
- Flott gleraugu.
- Gáfur. (í 4ða sæti eins og hjá Kristínu, enda umgengst ég yfirleitt mjög klárt kvenfólk og tek því næstum sem gefnu)
- Brjóst í réttum hlutföllum (I'm a guy. Sue me)
- Snappy answers to stupid questions
- Bros.
7 frægar konur sem heilla mig:
- 1. Christy Turlington
- Minnie Driver
- Juliette Binoche
- Kristin Scott Thomas
- Emm... Nei eigum við ekki að bíða í svona 2-3 ár með þessa :-D
- Anna Paquin
- Ætla að sleppa frægum íslenskum og segi því Kirsten Dunst
Ég er örugglega að gleyma einhverri...
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
Púff... held ég sé frekar fjölhæfur, enda tala ég bara í vinnunni og man ekkert hvort það er eitt öðru fremur.
7 manneskjur sem ég ætla að kitla:
Ég held að það séu flest sem ég þekki búin að þessu og þó:
Kitla Haukinn, FX-Bjössa, ZJ og Markús Pólus