Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, december 30, 2005

Erfið ákvörðun

Tiramisúið komið í kælinn fyrir morgundaginn og eftir stendur erfið ákvörðun. Á ég að plampa fyrir framan sjónvarpið og fara snemma í háttinn, eða á ég að fara í bæinn og hitta vinnufélagana sem ég yfirgaf fyrir tveim tímum til þess einmitt að mixa mísúið?
Niðurstaðan birt síðar...

dinsdag, december 27, 2005

Þriðji í jólum

Hvar er helgin milli jóla og nýárs????
Það var ekki mikið að gera í vinnunni í dag. Það var aftur á móti óvenjuskemmtilegt.

maandag, december 26, 2005

Horfnar hetjur

Afþreyingarkvöldið er greinilega tileinkað horfnum hetjum. Fyrst Ronnie Barker og síðan Dave Allen í sjónvarpinu. Og núna ætlar trúleysinginn ég að klára kvöldið með að hlusta á tvo mestu og bestu söngvara 20. aldarinnar syngja. Fyrst er það Thank God It's Christmas og síðan O Helga Natt.
Já, það eru jólin.

zondag, december 25, 2005

Jólin...

Það góða við að fá gesti kl. 3 er að að þeir eru farnir rúmlega sjö, pakksaddir.
Og þá er maður í góðum gír að taka smá enska stemmingu á jóladag. Þeas að líta á viskísafnið.
Þetta tókst allt massavel. Forrétturinn og eftirrétturinn sem var eina óþekkta stærðin (hangikjöt klikkar ekki) voru meiri háttar, þökk sé Gestgjafanum og Tamasin Day-Lewis.

zaterdag, december 24, 2005

Gleðileg jól

Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
Ljómandi ljósahátiðar
Kraftmikilis Kwanzaa
Heillandi hátíðarhvaðahátiðar (mega Vottar lesa blogg?)
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

Aðfangadagur

Ég er karlmaður. Ég versla á aðfangadag. En reyndar bara fyrir matinn á annan í jólum sem ég ákvað í gærkvöld að elda mér. Og svona smotterí fyrst ég var að þessu, sem á eftir að auka á jólafitun.
Þessi jól ætla ég bara að drekka Spur:
Spur jólastelpan

vrijdag, december 23, 2005

Þorlákur

Nú er að koma að því, árlegt bæjarrölt. Geisparnir eru ekki alveg að lofa góðu, en það þýðir ekkert væl, enda fátt skemmtilegra. Ætla að líta við hjá Nönnu og yrði ekki hissa ef ég kæmi ekki við í félagsheimili vinnustaðarins...
Er að horfa á upptöku af Sword of Xanten sem hefur líkað heitað Die Nibelungen og Ring of the Nibelungs eftir útgáfum, lengd og fjölda þátta. Heyrði reyndar aldrei staðfestingu á að hljóðskriftin mín á Deyrr fé hefði endað í myndinni, væri gaman ef svo væri, ekki leiðinlegt að hafa komið að gerðinni, þó að örlítinn hátt hefði verið. Það er svona að þekkja fræga rithöfunda sem biðja mann um greiða.

woensdag, december 21, 2005

Úff.

Langur dagur. Þetta var langur dagur. Með tveim kaffidrykkjum hjá mömmu (morgun og síðeftirmiddags) í tilefni afmælisins, innkaupum (allur jóladagsmaturinn kominn) og fleiru.
Og síðan sé ég að yahoo stýrði einhverjum hingað inn sem leitaði að flott brjóst. Þykir leitt að valda vonbrigðum. Reyndar er þetta núna í 56. leitarsæti þannig að það er samt ekki eins og um miklar blekkingar sé að ræða.
Það eina sem ég raunverulega á eftir get ég græað í bænum á Þoddlák. Þannig að ég get verið nokkuð rólegur á morgun. Vá.

dinsdag, december 20, 2005

Tvö blogg sama kvöldið??

Enn er von! Enn er von! Enn er von fyrir alvöru skynsemi!
To be sure, Darwin's theory of evolution is imperfect. However, the fact that a scientific theory cannot yet render an explanation on every point should not be used as a pretext to thrust an untestable alternative hypothesis grounded in religion into the science classroom or to misrepresent well-established scientific propositions.

We find that the secular purposes claimed by the board amount to a pretext for the board's real purpose, which was to promote religion in the public school classroom.

Húrra fyrir Jones dómara! BBC fréttin. CNN fréttin.

hittoþetta

  1. Ég er latur
  2. Þó haloscan segi annað (0) þá eru komment við gamlar færslur enn á sínum stað fyrir þá sem hafa borgað
  3. 3-1 er ásættanlegur sigur á Börmíngam.
  4. Minntist ég á leti?
  5. Jólaóróarnir eru komnir upp. Allir tíu sem ég á. Hanga í hjólunum í stórisarásinni. Snilld
  6. Er búinn að kaupa allt með aðalréttinum á jóladag, en ekki hangikjötið sjálft.
  7. Er búinn að ákveða for- og eftirrétt.
  8. Er latur
  9. Held ég sleppi jólatré.
  10. Smbr 2,þá finn ég ekki risarækju- og hörpuskelsforréttinn sem ég held ég hafi séð Nönnu setja í eigið komment. Ekki fara að leita samt, ég fann annan betrijafngóðan.
  11. Ég var að skrifa á þrjú jólakort. Kannske tvö í viðbót
  12. Það voru litlujól í vinnunni í gær. Ég gaf 50s auglýsingabók frá Taschen og fékk útvarp í sturtuna/baðherbergið. Mér finnst nógu ógrannalegt að fara í bað eða sturtu kl 6 á morgnana þó ég hafi ekki útvarp á líka. En þetta er fínt hér í tölvuherbergið
  13. Þangað til núna! Feliz neitakk navidad...

Er þetta ekki fínt í bili?
Freyzi! Settu upp kommentakerfi!

donderdag, december 15, 2005

Stutt

Henti inn tengli á Freyzann hér til hliðar, þó hann mætti verða langorðari :)
Svo er þessi mynd frá London alger snilld, það vantar ekkert nema Nazgûlinn
Reykjarsvæla yfir London
Ég ætla að skreppa með plaggöt í innrömmun. Ætli þau komi til baka fyrir jól?

dinsdag, december 13, 2005

Morgunstund gefur gull í mund

Innri klukkan í mér lætur ekki að sér hæða.
Ef að skríða saman, sjö níu þrettán. Finn samt alveg fyrir bringunni en minna og færri snarpir verki. Tók frí seinnipart fimmtudags (eftir hádegisverðarhlaðborð hjá Sigga Hall á Óðinsvéum *yum*) og allan föstudag. Sat í stól í rúma þrjá daga sumsé og horfði á sjónvarp. Það var ágætt. Sleppti laufabrauðsgerðinni á laugardag, var ekki í standi til að fletta, hvað þá heldur skera, ekki að ég sé nógu fær til að vera hleypt í það síðarnefnda. Fór síðan í jólahlaðborð Fjárstýringarinnar á Borginni á laguardagskvöld og var stilltur mjög og heim um 12 leytið. Sleppti Óliver, enda ekki æstur í frekari brákanir.
Það verður nóg að gera þessa vikuna í vinnu, koma sér inn í ný verkefni og vinna í eldri málum. Þarf að fara að huga að jólamálum. Úff.
Svo vil ég plögga del.icio.us. Sjá tenglana yst til hægri.

zaterdag, december 10, 2005

Nöldur

Tók mér frí seinnipartinn á fimmtudaginn og í gær. Ætla ekki að gera neitt það í dag sem ég ætti annars að gera.
Nema að fara á jólahlaðborð í kvöld. Ætla að vera stilltur og fara snemma. Ekki heldur það sem ég myndi undir eðlilegum kringumstæðum gera.
Öldungis ójólalegt hér í íbúðinni. Er einhver jólaóð(ur) lesandi sem vantar skreytiútrás?

woensdag, december 07, 2005

Andskotinn.

Það verður gjörsamlega óvært í vinnunni á morgun. Og þá er ég ekki bara að tala um bringubeinsverki. Sem voru nokkrir í dag. Ætla að taka mér frí á föstudaginn.
Bjarta hliðin? Liðið gæti farið fyrr á hausinn og við losnað við Glazer.
P.s. Hvaða afdalaafglapi þýddi Potterinn? "The Auror" "Dark Lord" í íslenskum texta? Var þetta gert á einni kvöldstund? Svo eru alls kyns ágætis flækjuyrði þarna sem ég held að hljóti að vera ættuð úr bókaþýðingunum. Myndin er annars fín.

zondag, december 04, 2005

Stórkostlegur leikur

Ég er að horfa á einhvern stórkostlegasta knattspyrnuleik allra tíma. Um leið og hann fer á skjáinn er hann að detta inn á harða diskinn í nýja DVRnum mínum. Snilld.
Ég mun því horfa á mestallt upptekna vídeóspólusafnið mitt á næstu dögum.
Fyrir óinnvígða er rétt að benda á að leikur þessi fór fram 14. september 1991 í Garðinum.

zaterdag, december 03, 2005

Meira um Bestie og kitl

Horfði á útför Best í morgun. Munurinn á honum og Díönu prinsessu var sá að hann var sá besti á sínu sviði, en hún var fræg fyrir að giftast og koma vel fyrir. Oftast. Þess vegna stend ég við diss mitt á þá sem misstu sig yfir prinispissunni, en viðurkenni fúslega að hafa ekki verið alveg þurreygur í morgun.
Nema hvað.
Parísardaman kitlaði mig og ég reyni mitt besta...
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
  1. Fara aftur til Ástralíu og Nýja Sjálands
  2. Fara á HM.
  3. Hlaupa Tjarnarhringinn eins og alvöru MRingur.
  4. Læra aftur á píanó.
  5. Lesa Gödel, Escher, Bach: An Eternal Golden Braid
  6. Búa í útlöndum (Eyða ellinni á Ítalíu, ef ekki annað)
  7. Gera armbeygjur

7 hlutir sem ég get:
  1. Eldað frábæran mat (eftir uppskrift).
  2. Forritað.
  3. Fattað.
  4. Lært tungumál ef ég legg mig eftir því.
  5. Sett vinstri fótinn fyrir aftan hnakka.
  6. Talað ensku eins og hún væri móðurmál mitt. Reyndar með dálítið flakkandi hreim, en samt.
  7. Sungið á fótboltaleik án þess að hafa of miklar áhyggjur af 4. að neðan. Þó einungis með viðkomu í Berserkjakjallaranum

7 hlutir sem ég get ekki:
  1. Drattast til að skrifa jólakort.
  2. Klifrað kaðal eða vegg.
  3. Skilið þegar eitthvað er bara gefið í skyn.
  4. Sungið án þess að vera boðið starf í Guantanamo Bay til að syngja fyrir fangana. (sjá þó 7. áður)
  5. Gert armbeygjur.
  6. Borað í vegg.
  7. Bakkað almennilega í stæði.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
  1. Dökkt og fallegt hár.
  2. Dökk augu.
  3. Flott gleraugu.
  4. Gáfur. (í 4ða sæti eins og hjá Kristínu, enda umgengst ég yfirleitt mjög klárt kvenfólk og tek því næstum sem gefnu)
  5. Brjóst í réttum hlutföllum (I'm a guy. Sue me)
  6. Snappy answers to stupid questions
  7. Bros.

7 frægar konur sem heilla mig:
  1. 1. Christy Turlington
  2. Minnie Driver
  3. Juliette Binoche
  4. Kristin Scott Thomas
  5. Emm... Nei eigum við ekki að bíða í svona 2-3 ár með þessa :-D
  6. Anna Paquin
  7. Ætla að sleppa frægum íslenskum og segi því Kirsten Dunst

Ég er örugglega að gleyma einhverri...
7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
Púff... held ég sé frekar fjölhæfur, enda tala ég bara í vinnunni og man ekkert hvort það er eitt öðru fremur.
7 manneskjur sem ég ætla að kitla:
Ég held að það séu flest sem ég þekki búin að þessu og þó:
Kitla Haukinn, FX-Bjössa, ZJ og Markús Pólus

vrijdag, december 02, 2005

Byrjunarörðugleikar

Þriðji og fjórði í dótajólum er liðnir. Nú er nóg dót. Það eru ákveðnir byrjunarörðugleikar í gangi, en ég hef fulla trú að þeir leysist í dag og um helgina með einum eða öðrum hætti.