Hnjask
Ef ekki fyrir þetta væri ég mun aumingjalegri en ella núna. Núna get ég þó allavega andað grunnt án verkja og setið uppréttur án mikið meira en eymsla, þannig að samanburðurinn við síðasta ár gerir þetta allt mjög bærilegt. Ég rann nefnilega svo snyrtilega á ís í gærkvöld hér fyrir utan og skall á síðuna. Rifin væntanlega vel marin, og kannske brákuð. Who cares... Verst að það er ekkert þægilegt að liggja, þannig að ég verð líklega ekki í bælinu í allan dag, eins og væri freistandi, svona til að ná úr mér kvefinu.
Laufabrauð í gær annars, hef líklega áður minnst á prófessjonalismann í því, byrjað að skera kl 10 og steiking búin um sex leytið. Líklega hátt í 200 kökur. Tók að mér að fylgjast með og aðeins að prófa steikinguna, enda þarf að fara að huga að verkaskiptingu milli kynslóða. Ég held að sjaldan hafi verið skornar jafn flottar kökur. Yngri unglingarnir eru að byrja að koma inn í þann pakka, gott að sjá. Vantaði að mestu eldri unglingana, þannig ég þori ekki að dæma þau. Ég bara fletti, er fyrir löngu búinn að gefast upp á að vona að einhvern tímann verði almennilega kaka úr mínu krafsi.