Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, mei 31, 2004

Status Report

Afslöppun: Já.
Hvíld: Já.
Stress: Ekkert
Veður: Gott

donderdag, mei 27, 2004

Frí.

Frí. Langþráð og lífsnauðsynlegt.
Nú skal slappa af.

dinsdag, mei 25, 2004

Pixies

Rokkuðu!!
Frábært. Magnað. Rosalegt. Skemmtið ykkur vel þið sem farið á miðvikudaginn!

zondag, mei 23, 2004

Blaðamenn í Bandaríkjunum

Blaðamenn sem ætla til Bandaríkjanna ættu að muna eftir að sækja um sérstakt 'journalist visa'. Annars getur farið illa:
...I spent 26 hours as a detainee. My only view of the city was framed by the metal bars on the security van transporting me, in handcuffs, from Los Angeles International Airport to a detention facility.
...Inadvertently, I had arrived on American soil as a foreign journalist without a press visa, a requirement that has been on the books for years but is being enforced now under the strict guidelines of the Department of Homeland Security.
...(Only countries like Cuba, Syria, Iran and North Korea demand that journalists apply for special visas.)

Skemmtilegur félagsskapur þar.

zaterdag, mei 22, 2004

Bikarinn í höfn

Eftir fimm ár verður ekki spurt um hvað við vorum mörgum stigum á eftir Arsenal, en bikarsigurinn gleymist ekki. Cristiano Ronaldo, takk fyrir.
Og svo verða þeir bara að bretta upp ermar fyrir næstu tíð.

Bikardagur

Er að hita upp fyrir bikarúrslitin á eftir með að horfa á úrslitaleikinn frá '77. Síðasti Angel þátturinn er alveg að detta inn. Þá verður lokið BuffyAngel áhorfi og næst á dagskrá er víst bara að bíða eftir Firefly bíómyndinni til að fá næsta Whedon skammt.

vrijdag, mei 21, 2004

tonlist.is má eiga sig...

Ákvað að líta aðeins á tonlist.is og skoða hvað það hefði að bjóða og hvort hugmyndir mínar um það væru rangar.
Núh. Sko. Hægt að kaupa lög. Hvaða hvaða. Í þessari ofuráherslu á 'áskrift' hef ég ekki séð minnst á það í umfjöllun.
En, nei sko: Bara WMP 9.0. Vissi það. Út með ykkur.
Og smiðshöggið: "Gæði laganna eru 64 kílóbæt á sekúndu, en tonlist.is mun fljótlega auka gæði laganna þannig að þú getir valið hvaða gæði þú vilt nota." Já. og verið úti!
Þvílíkt bull.
p.s. Nei, það hefur engin áhrif að ég á iPod og nota iTunes.

Uppspuni og lygi

Auðvitað var sagan frá í gær uppspuni.
Annars eiga allir að mæta í Víkina í kvöld.

woensdag, mei 19, 2004

Léttmeti

Meira léttmeti! Niður með alvarleikann!
Frétt vikunnar.
P.s. Úr því að ég kemst ekki í að vinna við stúkuframkvæmdir í Víkinni, vill ekki einhver fara fyrir mig?

dinsdag, mei 18, 2004

Dauðir þýskir kompónistar

Dauði og djöfull. Aftur kominn á sýkla- og úðalyf. Ekki mikil hljóð í lungum en samt... Og svo selur Liverpúl Heskey. Shit. Þeim gæti þá gengið betur næsta vetur.
Og til að létta lund:

Take the Dead German Composer Test!
Ég veit um alla vega einn lesenda sem ég heimta að taki prófið!

maandag, mei 17, 2004

Alistair Cooke var snillingur

Vá.
Hef alltaf haft hugmynd um hver Cooke væri, og alltaf af og til hefur news.bbc ýtt honum að mér. Í vetur var hann alloft í fréttum ekki síst þegar hann sleppti í fyrsta sinn í áraraðir að flytja vikulegan útvarpsþátt sinn 'Letter from America' vegna veikinda. Enda lést hann aðeins 2-3 vikum síðar.
Sumsé í yfir fimmtíu ár flutti þessi ensk fæddi Bandaríkjamaður Bretum vikulegan útvarpsþátt um lífið í Bandaríkjunum og fræddi þá um hvernig Bandaríkin væru í raun og veru, að færa breskum almenningi mynd af Bandaríkjunum sem bíómyndir sýna ekki. Allir eru sammála um honum hafi tekist snilldarlega upp.
Ekki sístur hluti þessa æviverks var sjónvarpsþáttaröð hans frá 1973, America.
Eins og sést á tenglinum hér á undan er BBC Four nú að sýna þessa þætti. Fyrir 40 mínútum, var ég að rásarölta og sé þá mynd af Manhattan, og textann 'America'. Ég hélt mig strax vita hvað væri á seyði og hef ekki verið heppnari í aðra tíð. Þetta var fyrsta mínútan á fyrsta þættinum. Ég hef verið að horfa á Cooke fjalla um haust í Vermont, lífið í New Orleans á 4. áratugnum, Mayo klínikina, San Fransisco og nú H.L. Mencken. Mánudagar frá 6.10 til 7 eru nú fráteknir næstu 13 vikurnar þar sem við verður komið.
Á 'Letter from America' vef BBC er hægt að hlusta á nokkra bestu útvarpsþættina. Hlustið.

zondag, mei 16, 2004

Fallega byrjar það...

Það má gera ráð fyrir gleðibloggi frá besta og frægasta bloggaranum í kvöld. Og ég sem hélt að Víkingsvörnin væri þokkalega sterk, en ekki gatasigti. Berserkjastemmingin samt góð, vonandi batnar þetta allt þegar líður á sumarið.

Sanngjarnt bara, eða hvað?

Vel sáttur við úrslitin, var sama hvort það hefði verið Úkraína eða Serbía og Svartfjallaland sem vann, hvort tveggja skemmtilegt. Grikkland fílaði ég ekki, Kýpur stóð sig vel miðað við að hún tók bara þá í söngvakeppninni en ekki danskeppninni sem Wogan varð tíðrætt um. Músíkerinn segir lagið hafa verið lélegt en mér fannst það bara sætt og gott.
Eina sem kom aðeins á óvart var að Belgia var ekki að meika það, var næstum búinn að kjósa hana.
Það er mikið rætt um 'pólitíska kosningu' en auðvitað kemur þar hvort tveggja til að fólk með svipaða menningu hefur svipaðan smekk og svo er auðvitað stór faktor hvað eru margir frá landi X í landi Y. Íslendingar í Skandinavíu standa sig alltaf vel, Tyrkir í Þýskalandi, Serbneskir flóttamenn í Austurríki?
Það er loksins að fara með þetta eins og með handboltann, skipting Sovétríkjanna og Júgóslavíu er alveg að eyðileggja fyrir okkur :-D

zaterdag, mei 15, 2004

Kýpur skal það vera

Kaus Kýpur. Held að við eigum eftir að heyra meira í þessarri söngkonu. Ekki síst fyrir það að hún býr í Gillingham... Móðir hennar er úr sveitaþorpi á Kýpur.

Evrósjón

Það er samdóma álit á enska IRCinu að Jónsi hafi sökkað. Ekki haldið lagi o.s.frv. Skrækirnir undir lokin voru slæmir. Nul Points??

Það er ágæt ástæða fyrir að ég fæ mér ekki oftar í glas en raun ber vitni. Þett' er samt í góðu lagi, hað er hægt að sofa næstu nótt, og þá án ofskynjana. Ekki gaman að geta ekki sofnað aftur fyrir þráhyggju til að leysa SQL flækjur úr vinnunni. Þrælgott gærkvöld samt.
Sliding Doors þessa stundina, topp mynd. Mmmgwyneth auðvitað og John Hannah er magnaður. Sé hann samt ekki fyrir mér sem Rebus, ekki séð neina af þeim myndum og held ég þurfi ekki.
Góð helgi framundan. Held ég græji góða tiltekt, ráðist jafnvel á IKEA og Byko og svo er fyrsti stórleikur ársins á morgun. Berserkir halda í Víking á Laugardalsvöllinn, upphitun í Víkinni og læti. Hef ekki verið jafnspenntur fyrir mót í langan tíma, held að Víkingar eigi góða möguleika með að halda sér uppi með mikilli baráttu, og viss um að þeir muni ekki verða langneðstir eins og sumir halda.
Veðjaði m.a.s. um það í gær að við yrðum innan við 3 stigum frá liði sem félli ekki. Veðmál sem ég er viss um að vinna þó við föllum.

donderdag, mei 13, 2004

Ég held barasta að ég sé að hressast, vann aðeins lengur en venjulega bæði í gær og dag og er ekki úrvinda. Rölti í Logalandið til brósa í gær, í fyrsta skipti síðan ég flutti, fínn göngutúr, og ætla að labba yfir dalinn til mömmu á eftir, líka í fyrsta skiptið sem ég geng þangað, tekur líklega ekki nema 10 mínútur. Alltaf keyrt þangað, yfirleitt beint úr vinnunni reyndar.
Þetta gæti endað í einhverju míni-heilsuátaki.

zondag, mei 09, 2004

Vantar þig ekki íbúð í Vesturbænum? (edit: Tengillinn aftur farinn að virka)

zaterdag, mei 08, 2004

Að misþyrma bókum: Ég viðurkenni fúslega að ég les sjaldan Lesbókina, en ligg nú og glugga í hana, og rekst á stórmerkilega grein um þýðingar á verkum H.C. Andersen. Það er full ástæða fyrir alla sem lesa bækur, hvort sem þeir telja sig bókmenntasinnaða eða bara orðafíkla, að lesa þá grein. Í stuttu máli fjallar greinin um Andersen og sérstaklega vikið að því hvort umrita þurfi þau gömlu ævintýr til að nútímabörn missi ekki af töfrum hans. Þar er sagt frá danskri umritun Villy Sörensen sem dæmið sem tekið er bendir til að sé varkár og góð umritun. Síðan er farið yfir íslenskar þýðingar i gegnum tíðina og sama textadæmi tekið og í dönsku útgáfunum. Skemmst er frá því að segja að þýðing Sigrúnar Árnadóttur sem gefin var út af Vöku Helgafelli 1998 og 2000 er byggð á erlendum umritun sem engar ýkjur eru í mínum huga að eru hryðjuverk. Textinn er jafn langur og samanlagður sami texti hinna þriggja þýðingardæmanna, flatneskjulegur og málalengingar gríðarlegar.
Sjálfur las ég ævintýrin í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar og hafði mikla skemmtun af, enda forn í lund frá barnæsku og átti ekki í erfiðleikum með að málfarið þó ekki væri það alveg eins og bla bla barnabækur nútímans.
Lesið greinina, ekki kaupa ævintýrin í þessarri útgáfu Vöku Helgafells (Eddu??)

donderdag, mei 06, 2004

Veðrið sökkar, heilsan sökkar og Hat Full of Sky ekki komin í Pennanneymundson. En ég er með bæði Radiohead og Pixies settin af Coachella hátíðinni um síðustu helgi. Verst að Cure settið var ekki líka til.
Líkur á að gestaherbergið verði notað í september. Enskir kunningjar mínir búnir að bóka miða til landsins. Líst vel á það.

maandag, mei 03, 2004

Lá í slappelsi alla helgina, alfarið ekki í stuði. Horfði á Angel og snóker. Smá vitleysa er því við hæfi
statler jpeg
You are Statler or Waldorf.
You have a high opinion of yourself, as do others. But only because you are in the balcony seats.
ALSO KNOWN AS: Those two old guys in the box.
SPECIAL TALENTS: Heckling, complaining, being cantankerous
QUOTE:"Get off the stage, you bum!"
LAST BOOKS READ: "The Art of Insult" and "How To Insult Art"
NEVER LEAVE HOME WITHOUT: Their pacemakers.

What Muppet are you?
brought to you by Quizilla