Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, augustus 28, 2004

Adrenalín

Deildin skrapp í go-kart í gær. Eins og síðast (fyrir 13 árum) var ég frekar ragur fyrst en ólíkt síðast fór mér aðeins fram eftir því sem á leið. Tókst að taka ansi góðan Alonso á ráspól þegar sumir voru sofandi, en sú gloría stóð ekki lengi. Tókst að eyða eins og fjórum hringjum í skottinu á tilvonandi yfirmanni mínum en eins og dyggum undirmanni (eða lélegum ökumanni) sæmdi tók ég smá spuna og þá var það búið.
Tókst að snúa mig á hné þegar ég settist í bílinn en tók fljótlega ekkert eftir því. Það er að segja þangað til á Stuðmannaballinu um kvöldið. Ái!
Coraline er komin út á íslensku. Allir að kaupa Kóralínu!!

woensdag, augustus 25, 2004

Er á lífi.

Hm. Þegar ég er farinn að fá spurningar sem þessar er rétt að fara að tjá sig. Hef verið latur, og fór svo á Discworld Convention 2004 um helgina. Ofsalega indælt, hitti gamla vini og eignaðist nýja.
Það er nú svo.

zondag, augustus 15, 2004

Fótbolti

Nú byrja lætin. Áfram United!

maandag, augustus 09, 2004

Gamlar hetjur

Eitt af því skemmtilega við litla Ísland er hvað við erum oft nálægt hetjununum okkar. Ég er að fá mér öryggiskerfi og hingað kom maður að kíkja á húsið og sjá hvað ég þyrfti. Þar var á ferðinni einn af leikmönnunum sem sáu til þess að ég sem 12-13 ára gutti fékk að fagna Íslandsmeistaratitlum tvö ár í röð, nokkuð sem bekkjarbræður mínir KR-ingarnir þurftu að bíða í nær 20 ár eftir. Víkingstreyjan var á glámbekk eftir gærdaginn þannig að það lá beint við að spjalla um boltann, gamla daga og nýja, enda bara þokkalegt að vera Víkingur í dag, þrátt fyrir falldraug. Við vorum síst lakari gegn FH í gær.
Kári Árnason er í 22 manna landsliðshóp. Ég vona heitt og innilega að hann fái það sem hann eigi skilið, þ.e.a.s. a.m.k. sæti á bekknum. Ef hann spilar er hann fyrsti landsliðsmaður Víkings í 12 ár, eftir því sem ég kemst næst.
Kaffireport, mjólkurdeild: G-mjólk auðvitað svínvirkar, léttmjólk ekki að gera sig. Fjörmjólkin virkaði vel með aerolatte-inu, á eftir að prófa með nýju vélinni. Nýmjólk ku vera ók, en verst á þessum tíma árs, sem kannske skýrir hví nýja mjólkin sem ég kom með úr sveitinni virkaði ekki. Þar fóru kenningar um að fitusprenging eyðilegði fyrir freyðingunni.

zondag, augustus 08, 2004

Sveitasæla og koffeineitrun

Brá mér í stutta ferð í Reykholtsdalinn í gær og kom aftur í morgun. Fór á aðalbláberjamó, en fengum lítið, mikið af ormum og lyngið brúnt, líklega legið of lítill snjór á í vetur.
Fór á bæi, og hafði gaman að enda langt síðan ég drattaðist upp eftir síðast. Ætla að láta skemur líða núna.
Fékk mér kaffivél á föstudaginn, sé fram á að deyja úr kaffieitrun í vikunni, enda þarf mikið að tilraunast. Hvernig á espressoið að vera? Tekst að búa til ristrettó? Hvernig verður kaffikremað? Hvaða mjólk er best í freyðinguna? Hvernig bragðast kaffi með sírópi? Og síðan: Getur verið að Lavazza sé ekki besta kaffið? Ætla að reyna að bjóða sem flestum í kaffi á næstunni til að taka þátt í þessu.
Glöggir lesendur munu sjá breytingu í tenglunum hér til hliðar. Ég á von á að frekari breytingar verði á flokknum Annað fljótlega, enda Voldumvejarar fluttir heim, og ég á von á að Borgarholtið verði að bankabloggi aftur innan ekki of langs tíma, þó ekki sé það KB bankablogg, því miður.
Gaupi er að lýsa United - Arsenal. Á ekki eftir að sakna lýsinganna hans.

woensdag, augustus 04, 2004

Seðil, seðil she bop bop bop

Stefán talar um seðlamál sem spratt af uppgötvun á n.k. alternative history seðlaútgáfu. Ég er svoltið svekktur yfir því að tvöþúsundkallinn er ekki meira notaður, þetta er jú algengasta stærðin erlendis.
*Mjög* óformleg tillaga mín á fundi í Seðlabankanum um að auka notkun hans með því að gera fimmþúsundkallinn auðfalsaðri var hins vegar ekki tekin alvarlega (það er einmitt ástæða fyrir notkun 20punda seðils í UK, 50 punda falsanir eru algengar)
Þvert á móti hefur 5000kallinn (kellingin?) verið gerður öruggari.
Enda var mér ekki mikil alvara.

maandag, augustus 02, 2004

Touristspotting

Það jafnast ekkert á við frídag verslunarmanna fyrir hádegi með að vera eini ekki-útlendi-túristinn í miðbænum.
Get mælt 100% með ristrettóinu á Segafredo!

zondag, augustus 01, 2004

Nú er úti veður vott...

...og þá held ég bara sé eina ráðið að liggja undir sæng og lesa Bujold.
Spennan mun síðan enn aukast þegar líður á daginn, því þá tekur við að horfa á Babylon 5, fjórðu seríu.
Action Packed Day, Yeah Baby Yeah.
Bókasafnið mitt er orðið mun þægilegra:
Stóll
Svo mjög svo að ég sest þarna og er allt í einu farinn að grípa bækur sem eru þarna í hillum og lesa ýmislegt sem ég hef ekki lesið lengi, bara af því það er svo þægilegt að sitja þarna.
Voldumvejarliðið er komið heim... er ekki ráð að fara að blogga á nýjum stað, folks?