Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 29, 2006

Úff

Klæddi mig í dag og er búinn að hanga fyrir framan sjónvarpið. Snókerinn er sýnu skemmtilegri en fótboltinn. Skelfilegt að klára sísonið með svona tapi gegn meisturunum. Ekki það, þeir hafa verið betri í vetur, enda United átt í skelfilegum vandræðum. Þetta var bara óþarfi.
En þetta er sem sagt í fyrsta skiptið síðan á föstudag fyrir viku að ég ligg ekki í bælinu allan daginn. Er enn með hita, smá hálsbólgu og kvef. Ég ætla aldrei aftur að kalla tveggja daga slæmsku 'flensu'. Aldrei. Vona ég verði orðinn vinnufær á þriðjudaginn.

maandag, april 24, 2006

Alltaf gaman að Liverpool

Alltaf gaman að sjá hvað stuðningsmenn Liverpool eru góðhjartaðar sálir sem vilja engum illt og eru hreinlega englar í mannsmynd.
Eða þannig. Hér eru myndir af því hvernig þeir skildu við Old Trafford á laugardaginn
Er að skríða saman. Núna er ég bara eins og ég sé með með slæma hálsbólgu og kvef. Vinnufélagi var að bjalla þannig að ég þurfti að tala í fyrsta skipti í tvo daga og þá þessi líka fallega viskírödd.
(skrifaði þetta í morgun, er aðeins skárri núna en var aftur kominn með 40 stiga hita í millitíðinni)

zondag, april 23, 2006

Flott tala.

40,4°C er frekar flott tala.
Held ég geti kennt um að hafa verið undir dúnsæng, ullarteppi, flísteppi (loksins kom lífeyrssjóðateppið í góðar þarfir), í náttfötum og flísslopp.
Er ekki með ofskynjanir að ráði.
Læt vita af mér reglulegu millibili, ekki hringja :-D

zaterdag, april 22, 2006

Og svo...

...beinverkir.
Þetta stefnir í æðislega helgi. Eins gott ég náði mér í rafmagnssnúru á lappann í gær.

Ó skollinn

Nei ekki aftur...
Var þreyttur og slæptur í gær, snemma í háttinn... og vaknaði með hálsbólgu.
Veikindi um helgar, það er ekki að spyrja að vinnuhollustunni.
Vinnufélaginn tjáir sig um málefni RÚV og ólíkt sumum flokksfélögum er heiðarlegur og staðfestir að hfvæðingin er auðvitað bara undanfari niðurlagningar. Er nema von að margir berjast á móti, þar með talið starfsmenn. Frjálshyggjuórarnir eru auðvitað með í ferð, og starfsmenn mega ekki segja orð um málefni síns eigin vinnustaðar, þeir eru bara launaþrælar.
Það er auðvitað ekki þar með sagt að starfsmenn eigi að ráða ferð, en bil beggja er til. Það er hins vegar ekki til í frjálshyggjuorðabókinni, þar ræður bara eitt.

donderdag, april 20, 2006

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar öllsömul.
Það var alveg hreint þrælfínt skrall í gærkvöld. Gaman að svona föstudögum í miðri viku. Alltaf gaman líka að rekast á kunningja sem maður hefur hefur ekki hitt í nokkur ár, rakst á einn slíkan, fyrrum sumarmann í Seðlabankanum.

woensdag, april 19, 2006

201*

Ótrúlegt nokk held ég að það séu einn eða tveir lesendur sem skilja hvers vegna Australia 581-4 dec (JN Gillespie 201*) eru alveg magnaðar tölur.
Hann hefur þar með náð hærra skori en t.d. báðir Waugh bræður. Hvorugur náði tvíöld. Mark náði aldrei tvíöld, en Steve náði mest 200 sléttum.
Þetta er ekki ósvipað því og t.d. ef að Gary Neville væri settur í framlínuna og skoraði fimm mörk í einum leik.

zondag, april 16, 2006

Meistarar!

Það er ekki allt slæmar fréttir í United fjölskyldunni þessa helgina. FC United of Manchester eru deildarmeistarar. Strax ári eftir stofnun. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir flesta gallharða stuðningsmenn, margir verið klofnir í afstöðu, en aðrir gallharðir öðru hvoru megin, en það er ljóst að það er vandfundið lið neðan 'kvenfélagsdeildarinnar' (smbr hér) sem hefur eins frábæra stuðningsmenn, enda ekki nema von þegar 2-3000 af reyndustu og háværustu stuðingsmenn United taka saman höndum. Ég þarf að fara að drífa mig til Manchester. Ég hef ekki getað fengið af mér að yfirgefa United, en hitt er víst að ég ætti að reyna að taka helgarferð og sjá bæði United liðin.
Ég er reyndar nokkuð viss um hvar stemmingin er betri.

Lögbrot

Ætli ég sé að brjóta lög um helgidagavinnu? Eins gott að ég er ekki í verkalýðsfélagi, þeir væru hér að draga mig öfugan út!
Fékk þennan snilldarmálshátt í egginu: Lán er betra en laust fé.
Held að margir Íslendingar fari eftir þessu en misskilji aðeins fyrsta orðið. Umsjónarmanni millibankalána hérna þótti þetta líka alveg smellfyndið áðan.
Farinn aftur í pósthólfsmykjumokstur.

zaterdag, april 15, 2006

Öruggt mál.

Var í skapi fyrir froðu með kvöldmatnum og setti The Sure Thing í tækið. Cusack alltaf jafn góður, líka í þessarri fyrsta aðalhlutverki sínu. Fór að velta fyrir mér hvort Daphne Zuniga hefði gert eitthvað af viti síðan (svarið er Nei, nema þú teljir Spaceballs með), þótti skondið að sjá Tim Robbins og fattaði ekki hver besti vinurinn var fyrr en ég sá Anthony Green í kreditlistanum. Örugglega svipaðar pælíngar og síðast þegar ég horfði, enda gleyminn með afbrigðum.
Samt velti ég kannske mest fyrir mér titilpersónunni. Strax frá fyrsta skoti var ljóst að þessi mynd var hundgömul, svona flatneskjulegur framhluti fengi ekki nokkra athygli í holuviði í dag, silikon bjargar öllu. Fór svo að velta fyrir mér hver þetta væri, en kom hvorki nafni né andliti fyrir mér.
Horfði svo á nýlega þátt um gerð myndarinnar. Þar kom Frk Mál (Miss Thing) fram. Ég kannaðist strax við leikkonuna, en kveikti ekki. Ekki fyrr en í öðru innslagi hennar þegar nafnið kom undir.
Þetta hefði ekki komið fyrir ef ég hefði verið jafn dyggur áhorfandi Hugstola húsmæðra þennan veturinn eins og í fyrra, allir slíkir hefðu þekkt Nicollette Sheridan sem tæfuna Edie Britt undireins.

Morguninn eftir kvöldið áður

Þar fór sú litla von. Tólfta stig Sunderland í höfn og titillinn nær örugglega horfinn.
Það versta var að þetta var miðað við leiktíðina alveg fyrirsjáanlegt og bullið í Valtýri Birnirium markasúpu jók enn á hvað þetta var fyrirsjáanlegt. Jafnvel þó keeperinn þeirra ætti stórleik.
Ojæja... við þurfum bara að tryggja annað sætið og vinna Chelsea bara uppá heiðurinn.
Kvefið er að réna, vaknaði með kverkaskít sem er horfinn, en ætla bara að hafa það rólegt undir sæng í dag. Þá klárast þetta kannske. Þarf þó að skreppa í búðir.

vrijdag, april 14, 2006

Kvebb

Ébb ebb mebb kvebb....
Er reyndar að skána í dag. En það er ekki að spyrja að hollustunni við vinnuna, take þetta út svona í fríinu. Svona til að gera mér lífið leiðara tók rafmagnssnúran í lappanum upp á að bila (ef einhver á aukasnúru sem passar á Dell C400 væri hún vel þegin og greidd...) en þá bjargar nýja leikfangið mér. Archosinn getur reyndar ekki farið þráðlaust á netið, en ég get þó allavega horft á það sem mig langar að horfa á. Svo er reyndar gamla stóra sjónvarpið komið niður í svefnherbergi þannig að það er hægt að horfa á dvd. Málið er bara að gæðamunurinn á því og því nýja er svo mikill að ég vil ekki horfa nema á 4x3 sjónvarpsþætti :) T.d. Father Ted.
Talandi um leikföng, þá fékk ég mér reyndar tvö slík í tilefni þess að Hildigunnur og Jón Lárus voru á leiðinni í mat. Annað reyndar bara aumt mortél sem gæti reyndar reynst notadrjúgt, en hitt alvöru hnífur. Nýtti mér Gestgjafaafsláttinn og fékk mér kokkahníf frá Global. Munurinn frá brauðhnífnum sem ég hef notað frá í Glasgow (á reyndar líka venjulegan hníf frá því þá sem er vitabitlaus) er ótrúlegur. Nú átta ég mig á muninum á að skera og að saga.
En nú er ég búinn að bæta nógu á tækið fyrir eftirmiddaginn og er skriðinn aftur undir sæng.

donderdag, april 13, 2006

Nammi namm

Þetta tókst gríðarvel í gær. Matartilraunin var bara nokkuð góð (lamb í karhi sósu) og forrétturinn og eftirrétturinn voru nákvæmlega eins og þeir áttu að vera enda valdir með tilliti til þess að geta ekki klikkað, ef ske kynni að lambið yrði ekki sem skyldi.
Reyndar gekk kannske minna á rauðvínsbirgðirnar en ætlað var fyrir, en á móti kom að viskísmökkunin gekk þeim mun betur. Ég veit að ég missti alveg sjónar á klukkunni og held að gestirnir hafi gert það líka, kemur ekki að sök hjá mér, vona að sama gildi um gestina.
Sem fyrr er mín ágæta innri vekjaraklukka í góðu lagi og ég var vaknaður um sexleytið, mjög hress miðað við aðstæður (vatn er góður meðspilari í viskísmökkun). Er samt kominn með kvefsnuddu. Held ég kúri undir sæng mestan hluta dags og láti bækur og tölvuna um að stytta mér stundir.

zondag, april 02, 2006

Dagur að kveldi kominn

Í eftirmiddaginn var fermingarveisla sem dróst á langinn, enda var matur og kaffi. Ég var ekki kominn heim fyrr en undir níu og í tilefni dagsins hellti ég mér í glas af uppáhaldsviskíinu mínu, Midleton, í glas, og setti einn uppáhaldsdiskinn minn í spilarann. The Divine Comedy at the London Palladium voru frábærir tónleikar og dvddiskurinn er æði.
Ágætur endir á mínum degi.
Já, ég er árinu eldri...

*smjatt*

Ég fékk mér reyndar ekki kókópöffs í morgunmat, en þetta var ágætis steik í hádeginu.