Egg og kjúklingar
Held ég hafi séð fjórar greinar í gær og morgun um að 'United stefni hraðbyri að titlinum'. Er hægt að biðja um meira óheillamerki? West Ham á mikið inni hjá okkur, hafa gert okkur ófáa grikki í gegnum tíðina. En deildin verður hörkuspennandi, spái því að fjögur lið verði í toppbaráttunni a.m.k. fram í mars og allt of snemmt að slátra kjúklingnum.
Eins og venjulega hef ég lítið um annað en íþróttir að segja. Jólin voru róleg, hreindýr tvo daga í röð og svo veikur. Er varla byrjaður á einu bókinni sem ég fékk, ævisögu Davíðs Stefánssonar. Stór hluti aðfangadagskvölds fór í að setja saman Lego. Alltaf jafn gaman að fikta í Legó, og langt síðan síðast, en kannske ekki alveg eins spennandi þegar þetta er prinsessulegó. Annað hvort verð ég að reyna að koma dömunni á Technics bragðið, eða bíða þessi 2 ár eða svo þangað til litli bróðirinn uppfærir úr Dúpló.