Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, juni 19, 2008

Hvílík vitleysa

Verð nú bara að biðjast afsökunar á síðustu færslu, hversu mikið bull var þetta. Portúgalir voru þeir sem voru með slaka vörn, arfaslakan markmann og bitlausa sókn. En núna getur Ronaldo a.m.k. ákveðið sig hvar hann vill spila næsta vetur.

Labels: ,

Hraði gegn seiglu

Ég er á móti því að kalla það svo að alvaran hefjist ekki fyrr en í fjórðungsúrslitum enda hafa verið úrslitaleikir síðustu fjóra daga í lokaumferðunum, en það er samt svo að nú fer hjartað að slá hraða.
Nú eru það Portúgalir sem munu þurfa að nota allan sinn hraða og spil til að vinna á Þjóðverjum. Þjóðverjar hafa oft verið með betra lið og nú held ég að veilur í sókn, vörn og markvörslu eigi eftir að segja til sín. Þetta verður samt ekki meira en eitt-núll fyrir Portúgal.

Labels: ,

dinsdag, juni 17, 2008

Gleðilega þjóðhátíð

Til hamingju með daginn!
Hefur verið betra veður á 17. júní? Þori varla, nenni varla í mannmergðina sem verður í bænum, það er komið nægilega mikið af pallsklæðningunni til að ég get setið úti og sólað mig. Held að ég nýti það bara.
Í kvöld eru síðan viðeigandi stórleikir, nenni varla að bera stóra hlunkinn upp úr svefnherberginu til að geta ekki séð báða... og þó. Holland tekur þetta og Ítalía flýtur með.
Að lokum er rétt að benda á að þetta er hið Eina Sanna Bjarnarblogg. Annað er bara píp

Labels: , , ,

donderdag, juni 12, 2008

Skróp

Skrópaði að spá í gær, ætlaði að endurskoða spána sem ég gerði fyrir keppni m.t.t. úrslita til þessa, en kom mér ekki að því, enda í útréttingum og missti svo af Tékklandi - Portúgal. Það er ekki hægt að segja að Sviss hafi verið sérlega óheppið í gær að tapa, hefði svo sem alveg getað farið betur, en liðið er ekki betra en þetta. Held að Tékkar taki Tyrki og komist áfram, þannig að riðillinn fari alveg eins og ég spáði.
Í kvöld detta hinir gestgjafarnir út, ætla samt að endurskoða þrjúnúll sigur Póllands niður í eitt núll, jafnvel gæti þetta orðið jafntefli, en það nægir hvorugum, a.m.k. ekki þegar upp er staðið. Síðan vinna Þjóðverjar verkamannasigur á Króötum, eitt núll líka.
Er annars einhver hissa á því núna að Scolari hafi ráðlagt Ronaldo að fara til Real? Upp komast svik um síðir og Ronaldo sér vonandi ráðleggingar Stóra Phil sem það sem þær eru, tilraun til að losna við hann úr ensku.
Annars er allt að ganga vel í stóra pallamálinu, var reyndar kannske aðeins of bjartsýnn um tíma, en þetta er allt að koma. Myndirnar eru á facebook, hendi einhverju inn á undo myndasíðurnar fljótlega.

Labels: , ,

dinsdag, juni 10, 2008

Seinn til

Seinn til í dag, ekki fór alveg eins og ég spáði, Rússar aðeins sprækari þannig að 3-0 spáin var röng. Núna hins vegar eru Svíar að reka 2-0 spá mína fyrir Grikki öfuga ofan í kokið á mér. Ég kvarta ekkert undan því.

Labels: ,

maandag, juni 09, 2008

Snemma heim

Kominn snemma heim, sem ég ætla þó ekki að gera oft, rétt í tæka tíð til að henda inn spánni:
Rúmenía - Frakkland 2-1
Holland - Ítalía 0-2
Held að Hollendingar muni valda mér vonbrigðum, en mun þó styðja þá þó þeir komi ekki til með að spila fínan bolta.
Hvað er annars málið með allita búninga?? Portúgalir í rauðum buxum og Frakkar í bláum?? Er nauðsynlegt að hafa það mikinn mun á brókunum að hvítt og gult sé of líkt?

zondag, juni 08, 2008

Loksins þegar maður spáði 1-0...

...plantar Podolski tveimur. Ekki ósanngjarnt, ekkert framúrskarandi, bara þýsk seigla, og slök pólsk vörn. Hlakka ekkert ofboðslega til að sjá Þýskaland - Króatíu.

Labels: ,

Aftur og nýbúinn

Afskrifað heimalið gegn mun sterkara Austur-Evrópuliði og aftur mega hinir síðarnefndu þakka fyrir nauman sigur. Svo er bara spurningin, er það vegna þess að Austurríki er sterkara en búist var við eða Króatar slakari. Hallast að hvoru tveggja (úffff þarna var næstum komið jöfnunarmark á 93. mínútu sem hefði eyðilagt færsluna) og að hvorugt liðið eigi eftir að ríða feitum hesti frá rest. Barátta Austurríkismanna þó einstaklega góð, en bætir ekki upp bitleysið.

Næstum þv

Var tilbúinn í gær að biðjast afsökunar á að spá svona mörgum mörkum, aftur, en Portúgalir náðu að bæta við þannig að ekki var ég of langt frá. Samt ekki nógu sannfærandi. Hrikalegt að sjá tæklinguna á Nani undir lokin, hreint rautt spjald, en ég var alveg með á hreinu þegar hann var að veltast þarna að lokin. Það var ekki fyrr en í endursýningunni að groddaskapurinn sást. Portúgalir fá ekki neitt gefins í þessari keppni, það er svona að hafa verið að hrópa 'Úlfur, úlfur' í mörg ár.
Spá dagsins:
Austurríki - Króatía 0-2
Þýskaland - Pólland 1-0
Annars er ég of slappur til að hjálpa til í pallasmíðinni í dag, það gengur bara vel. Ekkert verra að slappa aðeins af eina helgi. Planet Earth hjálpar til, þvílík fegurð.

Labels: ,

zaterdag, juni 07, 2008

Hvað er málið??

Það getur verið að aðeins hafi munað einu marki á minni spá og úrslitunum (átti að muna að það er aldrei skorað meira en mark per lið í opnunarleik) en ég var órafjarri því að spá rétt. Sviss getur að réttu verið dauðsvekktir, áttu seinni hálfleik alveg þrátt fyrir að hafa misst Frei útaf. Held að Portúgalir hafi þá, en Tyrkland - Sviss gæti orðið fróðlegt. Á móti kemur að Tékkland hefur besta markmann í heimi, en ekki mikið meira, gætu átt erfitt það sem eftir er.

Labels: ,

Evrópumótið byrjar

Björninn verður að skríða úr hýði til að tjá sig aðeins um Evrópumótið. Þetta er að mörgu leyti stórspennandi mót. Engir Englendingar þannig við erum laus við endalausan sleikjuskap við þann leiðindabolta í sjónvarpsmönnum. Stóru löndin eru öll með lið sem hafa einhvers konar veikleika en gætu jafnfram öll smollið saman og rúllað upp mótinu með stórleik. Spurningin er þá bara hvort að það er möguleikinn á öðru Grikklandsævintýri frá smærra liði.
En samt verður nú að spá fyrir þetta og mín spá er eftirfarandi:
1. Ítalía
2. Portúgal
3-4: Spánn og Þýskaland.
Leikirnir á eftir:
Sviss - Tékkland 0-2
Portúgal - Tyrkland 3-1
Held kannske áfram að henda inn leikjaspánni, en áskil mér rétt að breyta eftir fyrstu umferð frá þeirri spá einstakra leikja sem ég er búinn að gera núna
Annars eru Derby veðreiðarnar að byrja núna, horfi frekar á þær en niðurlægingu Svarthötta gegn Englendingum.

Labels: , , ,