Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

donderdag, februari 27, 2003

"Why of course the people don't want war. Why should some poor slob on a farm want to risk his life in a war when the best he can get out of it is to c ome back to his farm in one piece? Naturally, the common people don't want war: neither in Russia, nor in England, nor for that matter in Germany. That is understood. But after all it is the leaders of the country who determine the policy, and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship... Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is to tell them they are being attacked, and denounce the pacifists for lack of patriotism and exposing the country to danger."
- Nazi Commander Hermann Göring, Luftwaffe Commander, Nuremberg Trials 1946
from "Nuremberg Diary" by G M Gilbert (Signet, New York, 1947)

Fletti þessu upp á snopes.com sem er flökkusagnasíða og þetta er rétt haft eftir. Sem er ekki alltaf staðreyndin með svona tilvitnanir.

woensdag, februari 26, 2003

Athygliverður fréttaflutningur. BBC: Blair suffers major revolt on Iraq. Moggi: Neðri deild breska þingsins fylkir sér á bak við Blair í Íraksmáli. Nota bene að þegar Moggi talar um "stjórnarandstæðinga" er átt við "A total of 199 MPs from all parties backed an amendment to the motion in which they said the case for war had not been proven"(úr bbc fréttinni). Af þessum 199 er talið að um 120 séu úr Verkamannaflokknum. Sem er auðvitað málið. Það eru fyrst og fremst Íhaldsmenn sem eru að fylkja sér að baki Blair. Sem kemur auðvitað ekkert á óvart í þessu máli. Svo virðist sem fátt annað sameini þá þessa dagana.


We Are Amazed!

How Big of a Buffy Fan Are You?
brought to you by Quizilla

Jamm. Ég er góður.

Leikurinn í gærkvöld var náttúrulega hrein snilld. Að vinna Juve 3-0 á útivelli... Þrátt fyrir að Juventus vörnin hafi verið að gera snilldarmistök þá var sigurinn fullkomlega verðskuldaður. Ég fór aðeins fyrr úr ítölskutíma, kom heim, kveikti á sjónvarpinu og 6 sekúndum seinna skoraði Giggs fyrsta markið. Gat ekki verið betra.
Þeir sem horfðu á Andy Rooney í 60 mínútum á sunnudaginn geta lesið andsvar Molly Ivins og íhugað mannfallstölur úr seinni heimstyrjöld.
Er búin að bæta bloggi Diane Duane rithöfundar við hér vinstra megin. Stórskemmtilegur rithöfundur og mjög gaman að kynnast henni og eiginmanni hennar, Peter Morwood á síðustu Discworld ráðstefnu.

zaterdag, februari 22, 2003

You may have to scroll down past the next way-too-long entry.

Einn af stóru kostunum við að koma í vinnuna á laugardagsmorgun er sá að vinnan hefst hundraðfalt betur (Þetta er orðatiltæki. Ekki taka þetta bókstaflega. Já þú.) með Tom Lehrer í eyrunum. Hann er bara svo ljómandi hressandi þó að þjóðfélagsádeila hans sé milli 35 og 45 ára gömul. Það er meira segja hægt að hlusta á Rolf Harris og brosa útí annað yfir Excel föndri. Móðir mín er enn ekki búin að frétta af núverandi háralit mínum. Ég held ég þurfi að vara hana við áður en hún sér mig.
Bolton á hádegi. Eitt af því sem ég veit að ekki allir... eða reyndar fáir United stuðningsmenn hér á landi vita er hvernig stemmingin er á milli Bolton og United. Fyrir það fyrsta er Bolton smáborg nálægt Manchester og Salford þar sem United er nú staðsett er nálægasta hverfið. Þar af leiðandi er augljóst að Bolton lítur á United sem aðalandstæðing sinn. Hér um árið var Bolton alvörulið með Nat Lofthouse í broddi fylkingar og samkeppnin raunveruleg Þá var enn ekki komin alveg eins mikil grimmd milli stuðningsmanna liða. Síðan gerðist tvennt. München og Wembley. Eftir flugslysið og lát 8 leikmanna (í gær voru liðin 45 ár frá því að Duncan Edwards lést á sjúkrahúsi) komst United í úrslit bikarkeppninnar á Wembley. Andstæðingurinn var Bolton. Lofthouse skoraði með að ryðja Gregg markverði í netið, meiða hann og Bolton vann 2-0. Síðan varð Bolton að algerum engum, en gat aldrei gleymt United og leit alltaf á þá sem sína andstæðinga þó það væri oftast Burnley sem væru nálægustu andstæðingar. Stuðningsblöð Bolton eru duglegust í að kalla okkur Munichs. Það eitt veldur því að ég mun aldrei líta á Bolton réttum augum, lít niður á þá og almennt eru þeir "beneath contempt". Megi þeir falla sem fyrst. Að líta á þá sem einhvern alvöru óvin er bara hlægilegt.
Þeir sem vilja bera þetta saman við álit mitt á KR missa af því að ég geri mér fulla grein fyrir því að núna eru Víkingar og KR ekki í neinni alvöru samkeppni. Þó að síðustu þrjátíu árin hafi þessi lið orðið Íslandsmeistarar jafn oft.

vrijdag, februari 21, 2003

Ég lifði það af. Það hins vegar verður hver og einn að dæma um hvort það er þess virði að búa við svona gerviheimsku.
Gullinhærður

woensdag, februari 19, 2003

United - Juve 2-1 og það var eins gott, því Kim Milton Nielsen, svona dæmir maður ekki!!. Og hana nú.
Eitt af því skemmtilega við það að vinna á ungum og ferskum vinnustað er að það getur verið skemmtilega auðvelt til að mana samstarfsfólk upp í ótrúlegustu vitleysu. Mana ég eða læt ég manast? Nú? Gott að þú heldur það... en þá þekkir þú mig greinilega ekki. Meira á morgun. Ef ég lifi það þá af.

dinsdag, februari 18, 2003

Höfundi forystugreinar Morgunblaðsins í gær þar sem þeim sem ekki vilja stríð við Írak á þeim forsendum sem Bandaríkjamenn og Bretar vilja stríð á við friðþægingarsinna á 4. áratug síðustu aldar væri hollar að læra sagnfræði. Annars nægir mér að benda á að Saddam var jú hent út úr Kúveit.
Annars er ekkert nýtt að frétta úr Bjarnarhýðinu. Norton eldveggurinn stendur sig eins og hetja við að hindra að nýja vélin mín komist á netið í gegnum hina. Koma tímar koma ráð. Mér tókst að koma mér í ítölskutíma í þetta sinnið og það var auðvitað vel þess virði. Ég er búinn að tryggja mér miða á Macbeth og hlakka til að sjá og heyra en hins vegar er ég ekki búinn að koma mér á Örlagasystur enn, og aðeins ein sýning eftir. Og fyrst við erum í menningarhorninu, varð ég mér úti um nýjustu bók Carl Hiaasen, sem er hvort tveggja fyndnasti sakamálahöfundur nútímans og ein beittasti pólitíski blaðamaður sem finnst. Og nóg er nú spillingin í Miami og Flórída fyrir hann að tala um, í báðum gervum sínum. Bókin er Basket Case.

zondag, februari 16, 2003

Ekki stríð, ekki núna


Það er ekki oft sem ég sé ástæðu til að taka mér mótmælastöðu en í gær var kominn tími til. Rök þau sem sett hafa verið fram til að reyna að réttlæta að nú sé tíminn til að sprengja upp Írak með því mannfalli óbreyttra borgara sem fylgir eru hvergi nærri sannfærandi. Ekki þar fyrir að ég yrði mjög ánægður ef Saddam yrði komið frá, en efast um að dúkkustjórn bandamanna yrði mikið betri. Mannréttindabrot bandamanna í Írak eru nefnilega þó nokkur í gegnum tíðina og síðustu 12 ár. Írak er fjarri því eina ríkið þar sem geysileg mannréttindabrot eru framin en ekki þykir ástæða til sömu aðgerða
Það voru auðvitað margir af þeims sem fyrir fundinum stóðu sem eru á móti hlutum eins og kapítalisma, sér í lagi bandarísku útgáfunni, og með skoðanir á ástandinu í Mið-Austurlöndum sem ég er ekki sammála. Ég er samnt ekki frá því að einhver hópur fólks hafi verið þarna á sömu forsendum og ég, þ.e.a.s. stríð er ekki útilokað ef nauðsyn er, Saddam er ógnvaldur, mun verri en Georg Tvöfaltvaff Runni, o.s.frv. Því væri gott ef koma á aftur svona mótmælum að forsvarsmenn hugsuðu sinn gang og gerðu þau aðgengilegri fyrir þau sem hugsa líkt og ég, en gátu ekki hugsað sér að mæta á fund þar sem gerð eru hróp að lýðræðislega kjörnum forseta BNA. Sem hann nú er, eins og reyndar einn ræðumanna benti á. Slík áherslubreyting myndi fjölfalda aðsókn, líkt og sást í London.
Ég er alltaf seinn til að krota í bloggið mitt og í annað skipti þetta árið ætla ég að vísa í vin minn af Usenet (ekki þann sama og síðast þó.) Peter Ellis skrifar langa og ítarlega grein um hvað honum finnist að stríðstalinu. Fyrir þá sem ekki nenna að lesa þetta vil ég aðeins nefna punkta eins og "Not only that, but we are being asked to believe this "evidence" when very similar evidence was provably fabricated before the previous Gulf War."; "Iraq is a target way down the list in any sensible analysis of the terrorist threat. Iraq is also in no wise the worst offender in terms of proliferation of WMD."; "How does Iraqi suppression of the Kurdish independence movement suddenly turn out to be "more evil" than when the Turks do the same? "; "How is Iraqi suppression of free speech "more evil" than the same in Burma, in Tibet, in East Timor?" (quotes from here)

donderdag, februari 06, 2003

They shall not grow old as we that are left grow old
Age shall not weary them, nor the years condemn
At the going down of the sun, and in the morning
We will remember them......we will remember them


Geoff Bent. Roger Byrne. Eddie Colman. Duncan Edwards.
Mark Jones. David Pegg. Tommy Taylor. Liam Whelan.


The Flowers of Manchester

woensdag, februari 05, 2003

Þessi tölvumál eru óendanleg. Nú talast tölvurnar við, eftir mikið japl, jaml og fuður, en nýja vélin vill enn ekki nota nettengingu þeirra gömlu. Hugsa að það gæti verið eldveggsmál, annars leysist það með góðum ráðum á morgun. Tjái mig sjaldan um vinnuna, en það var sannarlega sveifla á gjaldeyrismarkaðnum í dag.

dinsdag, februari 04, 2003

Skrópaði í ítölsku, það var of spennandi að koma nýju tölvunni minni af stað. Það er næstum frágengið, nema ég á eftir að setja auka netkort í eldri vélina og nettengja. Og að setja upp hin og þessi forritin af netinu eða eldri vélinni

Er á leiðinni í annan ítölskutíma annarinnar. Ólesinn. Æ æ. En þetta hressir mig:
You are Italian
You are an Italian.

What's your Inner European?
brought to you by Quizilla
Þið afsakið þessa myndasyrpu.

zondag, februari 02, 2003

You%20are%20a%20Vampire
Which Buffy archetype are you?

brought to you by Quizilla
Mikið er ég nú glaður yfir þessu.

Aþena Hír Wí Komm.
Þetta sumsé hafðist á snarlega fínan hátt. Einhverntímann hefði þessi leikur komið þegar úrslitin skiptu ekki lengur máli í stórmóti. Eða hvað? Nú skilst mér að Júgóslavía ætli endanlega að skipta sér íþróttalega séð líka. Hefði annaðhvort Serbía eða Svartfjallaland erft sætið? Kannske bara einsgott við unnum til að einfalda málið. Og fyrst minnst er á það er rétt að taka örskamma þögn... takk til að minnast Júgóslavíu sem handboltalands. Hér þarf ekkert að vera blanda pólitik inn, eða því að Júgóslavía núna er auðvitað ekkert Júgóslavía eins og hún var áður, en þetta var alla vega í síðasta skipti sem við kepptum við landslið undir þessu nafni og leikir við þá hafa alltaf verið magnaðir.
Það eina sem ég vil segja um Columbiu, er að ég vona að þetta verði ekki til þess að mannkynið hörfi úr geimnum.
Fór í gærkveld á fyrsta Alumni dinner, eða nemendamót, University of Warwick hér á landi. Hin ágætasta skemmtun og vonandi að þetta endurtaki sig. Ágætar samræður við eðalfólk. Nú er bara spurning hvort ekki sé hægt að koma því sama á fyrir University of Strathclyde.
Ég hef alla jafna ekki blandað mér í umræður annarra íslenskra bloggara, enda held ég að lestur míns sé að mestu leyti úr öðrum áttum, en ég rakst á ummæli um sjálfan mig á bloggi rangláta dómarans (færsla miðvikudag 29.jan) þegar hann rifjar upp þegar Þjóðhagsstofnun, blessuð sé minning hennar, vann Áhaldahús Seltjarnarness og þar með sigur í Tveim með bjöllu spurningakeppni Górillunnar annað árið í röð. Það var ekki sérlega leiðinlegt. Félagi minn í liðinu var Eyþór Benediktsson. Mér er sem ég sæi mig nú fá frí í vinnu til að taka þátt í spurningakeppni...