Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, juli 25, 2004

*blótsyrði ritskoðuð*

h******* a******** dj********.
KR fífl.
Og Skagamenn skitu á sig.
Þannig að þetta er allt galopið.

zaterdag, juli 24, 2004

Frábær dagur í Fljótshlíðinni

Frábær dagur í frábæru veðri með fjölskyldunni, report á morgun.
Og þetta kemur akkúrat ekkert á óvart, augljóst frá fyrstu spurningu:
Book and Language Snob
You speak eloquently and have seemingly read every
book ever published. You are a fountain of
endless (sometimes useless) knowledge, and
never fail to impress at a party.
What people love: You can answer almost any
question people ask, and have thus been
nicknamed Jeeves.
What people hate: You constantly correct their
grammar and insult their paperbacks.


What Kind of Elitist Are You?
brought to you by Quizilla

maandag, juli 19, 2004

Guðni rektor

Ég hafði lítið af Guðna rektor að segja mín fjögur ár í MR. Var aldrei tekinn á teppið og aðeins einu sinni hljóp hann í skarðið sem forfallakennari og ég man satt best að segja ekki mikið eftir þeim tíma, held hann hafi samt ekki kennt Schlieffen planið. Eina sögu hef ég samt af honum að segja. Eins og vel þekkt var forðaðist hann að mæta þegar MRingar stóðu í keppnum og var því ekki við þegar ég var að Geta Betur. Við unnum hljóðnemann á föstudegi, án Guðna meðal áhorfenda. Þar sem minna var gert úr keppninni þá en nú, og að auki vorum við tveir af þremur í miðjum stúdentsprófum var ekkert geim eftir keppni og ég geymdi gripinn yfir helgina. Mætti síðan í próf á mánudagsmorgni, íslensku ef ég man rétt, jafnvel stíl. Prófið var á sal, og ég sat framarlega og var með verðlaunagripinn við stólinn hjá mér í prófinu. Þegar eitthvað var liðið á prófið heyri ég gengið að mér, og þar var Guðni kominn og rétti fram höndina. Þétt handtak var allt sem þurfti til að segja mér hversu mjög hann mat góða frammistöðu okkar félaganna áður en hann snerist á hæl og truflaði mig ekki frekar í prófabaráttunni.
Vel er þekkt barátta Guðna rektors fyrir hefðum MR. Í minningargreinum í dag er sagt frá sigri hans yfir lágkúrunni "Menntaskólinn við Lækjargötu" og endurreisn grísku og fornfræða. Ég veit vel að margir undu ekki vel í MR, en sjálfur var andinn mér mjög að skapi. Varaskólinn minn var MH en ég veit núna að ef ég hefði ekki verið í bekkjarkerfi hefði ég átt mun verri menntaskólaár. Að steypa alla skóla í sama mót er firra. Hefð verður að eiga sinn stað í skólakerfinu. Sumir eiga heima í MR, aðrir í Versló, MH eða fjölbrautum.
Guðna Guðmundssonar verður minnst vel meðan nemendur í rektorstíð hans koma saman, og jafnvel lengur.

zondag, juli 18, 2004

Snilldarhelgi.

Snilld. Tær snilld (og ég var búinn að hugsa þessa færslu áður en ég sá þína. Já, þína.) Þreif. Tók til. Keypti og setti saman Billy. Kom öllum pappakössum í húsinu í Sorpu. Tók inn slatta af plastpokum úr skúrnum og búinn að sortera úr þeim og koma mestu í nýja Billíinn (Ég var ekki einu sinni farinn að sakna Kalla og Kobba safnsins. Skamm á mig).
Allt þetta og samt tókst mér að liggja í sólbaði stóran hluta helgarinnar í þessu frábæra veðri. Ýmist uppi á svölum og úti í garði, þar sem ég kynntist honum Snúði í næsta húsi. Hann var svolítið feiminn fyrst, en síðan tókst með okkur ágætis vinátta. Hann étur helst til mikið gras. Vona að slefið hans sem ég fékk á mig við að strjúka honum, og tilheyrandi ofnæmisvaldar, verði horfnir áður en ég hitti frú frænda míns næst.
Og ekki nóg með það, heldur fór ég á 2 myndir, Spædí í gær, og Shrek 2 núna áðan. Þvílík snilld! Passa að fara ekki strax og kreditlistinn rúllar í Shrek, það er aukasena.
Síðan þessi snilldar úrslit í boltanum! Við tökum á móti KR með jafn mörg stig og þeir! Það verður allt vitlaust í Víkinni!
Og svo er ég bara líka þetta þrælhress og óþreyttur nú í dagslok. Held að það sýni best að ég ætti að búa þar sem hitinn fer ekki mikið undir 20 gráður.
Þetta er einhvern veginn allt of mikið. Ég held að morgundagurinn hljóti að finna upp á einhverju til að slá mig í andlitið með, ég er bara ekki vanur svona dögum.

zaterdag, juli 17, 2004

Spider-Man 2

Spiderman var alltaf uppáhaldshasarhetjan mín. Man eftir að hafa séð sjónvarpsmyndina frá '78 í Stjörnubíói. Þá langaði mig í spæderman búning. Í kvöld langar mig enn í spædermanbúning. Woo-hooo!
(Vonnabí sálgreinar mega mín vegna greina nörd í mér strax níu ára. Enda spæderman hannaður fyrir nörda og gíkka. Húrra fyrir því)

Sumar?!?

Smá hvíld frá að liggja útí garði... var að klára nýjustu Patriciu Cornwell bókina og þarf að skipta um bók. Cornwell ætla ég að afsaka með að ég var niðri í bæ á fimmtudag eftir ágætis kokteil í tilefni hæstaréttarlögmannsréttinda Guðjóns Ólafs Jónssonar, og datt í hug að fá mér smá froðu. Það voru mistök, ég get ekki mælt með Blow Fly, ekki einusinni spennandi.
Annars fátt að tjá sig um. Skrapp utar í götuna í gær og leysti ein tvö tölvumál 'litlu' frænkna minna og hlaut að launum grillað Bratwurst, yummy hvítvínsglas og Robert Johnson diskinn að láni. Tær snilld, sannur blús.
Virðist hressari. Hugsa að það sé líklega ofskynjun.

dinsdag, juli 13, 2004

Núll núll

Ekki nógu gott, ekki of slæmt. Hefðum átt að setja eitt mark. Shelbourne piltarnir settu skemmtilegan svip á stúkuna og voru bara duglegir að styðja Víking í og með Shelbourne söngvunum. Vona að þeir rúlli upp KR á morgun

zondag, juli 11, 2004

Krikket, svefn, partý og almennt of róleg helgi.

Ósköp varð nú lítið úr helginni. Þreif aðeins í gærmorgun, en lagði mig eftir hádegið og vaknaði með syngjandi höfuðverk. 2 Anadin græjuðu það og svo sá ég mína menn Svarthúfurnar vinna krikketmót. Sáttur við það, Vettori rokkaði. Um kvöldið var svo hóf í tilefni heimsóknar Torontobúanna, fámennt og góðmennt fram eftir nóttu. Ég var rólegur sem kom sér vel þegar ég vaknaði í morgun klukkan hálfsjö eftir þriggja tíma svefn. Tókst á yfirnáttúrlegan hátt að sofna aftur og svaf til hádegis sem telst til stórtíðinda hér á bæ. Meiri íþróttir að sjálfsögðu, Michael, Jean, Ross og Rory eru auðvitað láááángbestir. Síðan í Birkigrundina í pönnsur og meððí.
Sýnist að ég haldist ekki vakandi mikið lengur, þokkalega myglaður af of miklum svefni á óheyrilega óvanalegum tímum. Er að rippa það af plötusafninu sem ég hef aldrei nennt fyrr af leti og diskplássleysi og skanna inn hinar og þessar myndir, stúdentsmyndirnar núna. Sem leiðir til þess minnast á að ég hef aðeins eina sögu að segja af hinum látna heiðursmanni, Guðna Guðmundssyni, en ætla að láta hana bíða sérfærslu á morgun.
Annað, ég er að taka gamlar safnplötur inn núna, Now og fleira 'The Best (whatever) Album in the World... ever dót. Ef Queen er með lag á svona plötum eru þeir undantekningarlaust númer 1 á disk 1. Minnir að á Queen póstlistanum hafi þetta verið rætt og ekki fundist undantekning.

zaterdag, juli 10, 2004

Ljótasta fótboltatreyja allra tíma

Eftir verulega góðar tilraunir frá sirka '82-'95 hefur keppnin um Ljótustu treyju allra tíma verið frekar róleg undanfarin ár. En nú hefur keppnin verið unnin. Endanlega. Það er bara ekki hægt að hafa þær ljótari. Athletic Club Bilbao, gerið þið svo vel

Helgi! wheeeee

Helgin er komin, og það eru ský á lofti þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að vera út í góða veðrinu. Enda eins gott því í dag er tiltektar og skúringardagur. Tiltektin ætti ekki að vera of mikið verk og það er ekki lengi verið að renna moppu yfir gólf og ryksugu yfir mottur.
Ætli ég skelli mér svo ekki í IKEA og auki á Billyeignina. Það er víst enn slatti í skúrnum sem á heima inni.

donderdag, juli 08, 2004

London, tónlist og slappleiki

Andleysið er algert. Bjarnarbloggið er næstum orðið að aumingjabloggi og eftir vinnutörn er ég hreinlega of þreyttur til að fara á Grindavíkurleikinn sem byrjar eftir 10 mínútur. Verðum að vinna.
Er búinn að berjast við hálsbólgu og kvef síðan fyrir tæpum hálfum mánuði. Fór samt til London á þetta líka fína tveggja daga seminar með topp fyrirlesurum. Tókst að hitta þrjá af mínum bestu vinum í kvöldverði á Brick Lane eitt kvöldið. Mikið er nú ljúft að hitta vini. Tvö þeirra voru brúðhjónin frá í apríl. Það fer þeim bara vel að vera gift. Þetta er í annað skiptið sem ég kem á Standard veitingastaðinn við Brick Lane, enda uppáhalds matstaður hjónanna. Get vel mælt með honum. Held ég þurfi að lesa Brick Lane eftir Monicu Ali honum til heiðurs.
Fór á Metallicu. Rock On! Kunni reyndar ekki of mikið af textunum. Eina grúppan sem ég get sungið með 99,99% af línunum er ekki lengur til. Hugsa að ég gæti staðið mig þokkalega efað Radiohead eða R.E.M. létu sjá sig. Ætli það sé ekki orðinn raunhæfur möguleiki núna?
Veit að Nanci Griffith spilar aldrei hér. Kannske ég skelli mér í Royal Albert Hall í október. Það væri samt hrein snilld að sjá hana á heimaslóðum í Texas. En það má ekki syngja með henni. Ætli ég sé ekki eini aðdáandinn hennar hér á landi? Hef aldrei séð disk með henni í búðum hér.
Ætla ekki að telja upp uppáhaldslögin strax, en ef einhver vill giska á þau áður, þá er fyrri kassettan frá október '89 (14 lög) og sú seinni frá júlí '93 (19 lög).
Leikurinn er byrjaður, það verður að hafa það.