Mezzoforte
Frábærir tónleikar í kvöld, frábærir listamenn þarna á ferð, pottþétt skemmtun. Hlakka til að sjá DVDinn. Fín pizza á Horninu á eftir. Góður dagur.
Labels: skemmtun
Frábærir tónleikar í kvöld, frábærir listamenn þarna á ferð, pottþétt skemmtun. Hlakka til að sjá DVDinn. Fín pizza á Horninu á eftir. Góður dagur.
Labels: skemmtun
Föstudagurinn var afskaplega góður. Fór eftir vinnu með afmælisgjafir handa frænda, og verð að segja að Víkingstreyjan fer honum vel. Svo var pabbinn ánægður með Arsenal treyjuna, það sem maður gerir ekki fyrir vini sína!
Labels: djamm
Lítill uppáhaldsfrændi er tveggja ára í dag, vona að gjafirnar muni koma sér vel og virka eins og til er ætlast.
Labels: fjölskylda
Af því að ég veit að fáir ef nokkrir taka eftir del.icio.us ræmunni hérna hægra megin finnst mér sérstök ástæða til að benda á mynd Claude Lelouch C'était un rendez vous þar sem hann geysist um stræti Parísar snemma morguns í ágúst? 1976? eða 1978? á Benz bifreið (með Ferrari hljóðum!) til fundar við unga stúlku.
Labels: video
Sætt jafna eina bikarmetið sem við áttum ekki, munum nú spila 25. undanúrslitaleikinn og jafna Arsenal. Erum jafnir þeim með 17 úrslitaleiki og og einum sigri meira, 11-10.
Labels: fótbolti
Og í tilefni af degi heilags Patreks
Þetta var stuð í gær, reyndar hefðu Ólsenbræður alveg mátt taka bara eitt lag, en bara fjör. Ekki frá því að Gleðibankinn hefði verið hápúnkturinn! Ég skemmti mér afspyrnuvel.
Um þessar mundir eru 10 ár síðan Buffy byrjaði. Og hvernig er betur hægt að halda upp á það en að gefa út nýja seríu.
Langtímalesendur vita aðdáun mína á Nanci Griffith. Fæst ef nokkur ykkar hafa heyrt í henni og því hvet ég alla þá sem þetta lesa til að hlusta á þátt hennar á BBC frá síðasta föstudegi, Friday Night With...Nanci Griffith.
Labels: tónlist