Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zaterdag, april 28, 2007

Just a perfect day.

Einhver svakalegasta sveifluleikur sem ég hef séð. Skömmu eftir hálfleik vorum við undir 2-0 og vorum frekar bitlausir og Chelsea var að vinna Bolton 2-1, örugglega á seiglunni eins og venjulega.
En, football! bloody hell! eins og sörinn sagði 26. maí 1999. 4-2 og 2-2 og við eigum að geta klárað þetta. En ekki er allt búið enn, við vitum það best sjálfir, United menn. En sætur er dagurinn og njótum hans meðan er.
Til að kóróna allt saman þarf 9 marka kraftaverk til að Leeds falli ekki. Því fagna allir sannir United menn!

Labels:

donderdag, april 26, 2007

Stórkostlegt

Það er stórkostlegt að 'þjóð'kirkjan hafi ekki samþykkt vígslu samkynhneigðra. Það er jú augljóst að bæði í Gamla testamentinu og í bréfum Páls er blátt bann lagt við kynmökum þeirra. Grænsápan tapaði. Það er því vonandi að augu þeirra sem nú hafa hátt og vilja ganga úr þjóðkirkjunni opnist enn frekar og þau geri sér grein fyrir að Biblían er ekki heilög og ekki sannleikur og að Páll var bara ofskynjunarsjúklíngurinn Sál.
Ef þú gengur úr þjóðkirkjunni af því þú vilt að samkynhneigðir fái að giftast í kirkju, þá ertu að ganga af trúnni og ég hvet þig til að ganga alla leið. Til hamingju!

Labels:

woensdag, april 25, 2007

Stóri græni risinn lætur óánægju sína í ljós

Hulk heyra Edward Norton leika Hulk. Hulk ekki ánægður.
Ansi held ég að ég myndi leggja á flótta ef Hulk myndi sýna óánægju í minn garð.
Það kemur ekki á óvart að popúlistaflokkur Íslands vill afnema verðtryggingu. Ég legg til að þeir sem vilji afnema verðtryggingu taki óverðtryggð lán sem allir bankar bjóða upp á, og/eða forðist jafngreiðslulán sem eru helsta ástæða þess að lán 'lækkar ekki'. Jafngreiðslulán til 40 ára þýðir að fyrstu 24 árin eða svo myndast varla nafnverðseign nettó. Ekki koma og kvarta við mig ef þú áttar þig ekki á því áður en þú tekur lán. Eða reyna að skattleggja mig með neikvæðum raunvöxtum. Sem er auðvitað það sem þeir vilja sem vilja banna verðtryggingu, fá gefins peninga.
Veit liðið ekki hvað lífeyrissjóðir eru?
Fólk er fífl.

Labels: , ,

dinsdag, april 24, 2007

Frábært, og ekki

Frábær sigur hjá United, hefði getað verið miklu verra. Verra hins vegar að Nýsjálendingar skitu alveg á sig, og eru að tapa.
Ég myndi ekki vilja skipta á úrslitum :)

Labels: ,

Stikkorðablogg

Búinn að vera latur til bloggs og því bíða ýmsar hugsanir. Best að stikkorðablogga og sjá svo til hvort meira verður úr síðar.
  • Í dag er undanúrslitadagur og ég verð límdur við sjónvarpið. Nýja-Sjáland - Sri Lanka í krikkettinu, loks komið að alvöru leikjum eftir 6 vikna vafstur. Á ég ekki að blogga um það seinna í dag? Það yrði þó allavega úník meðal íslenskra bloggara. Bond, Shane Bond sér um þetta!
  • Já, og svo er það United - Milan. Ha? Ég? stressaður? neineinei
  • Auðvitað er Ronaldo besti leikmaður og besti ungi leikmaður í ensku knattspyrnunni!
  • Talandi um það, afhverju rembast menn við að þýða 'Best Young Player' sem efnilegastur? Fífl.
  • Og bara af því að sum þessara liða hafa verið að vinna titla er rétt að minna á að 'Glasgow Celtic', 'Glasgow Rangers', 'Inter Milan' og 'AC Mílanó' er allt saman KOLRÖNG nöfn. Svona álíka og Arsenal Lundúnir.
  • Gen eru ekki til! Þess vegna er Guð til. Brandari dagsins.
  • Frændi og fjölskylda eru á leiðinni heim! Í Fossvoginn þ.e.a.s. Enn einn Fossvogsbúinn kemur til baka í dalinn og tvö lítil börn eru heimt úr þeirri helju að þurfa að alast upp KR-ingar. Því er mjög fagnað!
  • Spjallaði við rafvirkjann. Það er komið ár síðan ég talaði fyrst við hann. Nú lítur út fyrir að af þessu verði upp úr miðju maí.
  • Byggjum aðeins stærri og fallegri hús á horninu á Austurstræti og Lækjargötu. Samt ekki eins stór og Iðuhúsið. OK? Einföld lausn.
Nóg í bili!

Labels:

zondag, april 15, 2007

Niflungahringurinn

Mæli með Niflungahringnum í sjónvarpinu í kvöld. Ágætis útgáfa af ævintýrinu, auðvitað einhver frávik frá sögunni eins og við þekkjum hana best, en fín skemmtun. Drottningin af Íslandi er augnayndi og fær mann til að hafa ekki áhyggjur af því hvernig þetta Ísland er.
Ekki spillir að ég kom á örlítinn hátt að gerð myndarinnar, hjálpaði handritshöfundunum Diane Duane og Peter Morwood með smáatriði, enda kannast ég við þau hjón af Pratchett ráðstefnunum, mesta indælisfólk.

dinsdag, april 10, 2007

Stórfenglegt

Stórfenglegur sigur á Roma í kvöld. Þegar United spilar vel spilar ekkert lið flottari fótbolta. Ég vildi reyndar fá 10 mörk, en það er ekki alltaf allt fengið. Svo var hvert markið öðru fegurra.

Labels:

zaterdag, april 07, 2007

Bókastafli

Hringadróttinsmaraþonið tókst vel í gær, allt í allt tók þetta frá 8.30 til 10.45. Reyndar með tæpra tveggja tíma pásu í eftirmiddaginn, þannig að 12 tíma planið er nokkuð sólíd.
Hermdi eftir Einari, náði í þær bækur sem ég á ólesnar sem ég tel líklegt að ég lesi. Er búinn að byrja á þessum flestum.

Mest er þetta SF, það er eins og það sé smá þreyta í mér gagnvart þeim núna. En allavega, eigum við ekki að klára eins og helminginn af þessu um páskana? Það væri fínt. En ég þarf líka að horfa á bolta og reyna að læra að spila tölvuleiki í nýja Xboxinu sem ég gaf sjálfum mér í afmælisgjöf.

Labels:

vrijdag, april 06, 2007

Á pásu.

Gestirnir sem komu kl. 8.30 í morgun eru í fjölskyldukaffi núna og þess vegna er Tveggja turna tal á pause einmitt þegar Jackson ákveður að eyðileggja Faramír sem karakter og láta hann draga Fróða og hringinn til Osgilíað. Þannig að ég fékk tíma til að þvo upp eftir hádegismatinn. Eldhúsið orðið gott fyrir kvöldmatinn, grillaða 'gúru. (tillögur að kryddi á hana vel þegnar, Nanna?)
Meiri háttar dagur, mætti reyndar alveg vera skýjað!

Labels:

donderdag, april 05, 2007

Páskabíó

Að gefnu tilefni horfði ég á Life of Brian áðan. Væri reyndar réttara á morgun, en þá er ég upptekinn.
Og hér mætast í einu myndbandi Monty Python, Richard Dawkins og Ted Haggard.

Fyndið? you betcha...

Labels: ,

maandag, april 02, 2007

Ekki nógu augljóst...

og þar sem síðasta færsla var ekki nógu augljós...
þá á ég afmæli í dag. Húrra fyrir mér.

Lag dagsins

La la lala la laa
La la lala la laa
La la lala laaa Bjössi
La la lala la laaaaa

Þori ekki að sýna allan textann af ótta við höfundarréttarbrot. Patty og Mildred gætu orðið fúlar.
Og af því mér sýnist ég halda því til haga hér, þá fékk ég mér ekki kókópöffs í morgunmat, enda í góðu aðhaldi. Spurning kannske um að leyfa sér það um páskana?

Labels: