Húsvermihóf
Heljarmagnað húsvermihóf hér í gær. Fjölmennt og góðmennt og stemming.
Hvað er betra á rólegum sunnudgei en að horfa á Star Wars í 5:1 græjum?
Heljarmagnað húsvermihóf hér í gær. Fjölmennt og góðmennt og stemming.
Ég hef minnst á að ég held að ég sé eini aðdáandi Nanci Griffith á landinu. Það voru sex diskar að koma frá Amazon, sem næstum fyllir safnið. En samt greinilega ekki nógu mikilli aðdáandi. Þegar ég leit á nancigriffith.com núna til að smella inn tenglinum sé ég að það er komin ný plata. Amazon greinilega ekki að standa sig í recommendations núna fyrst ég vissi það ekki. Þá er ekki annað að panta aftur.
Drattast allt þessa dagana ef ég á annað borð drattast eitthvert. Drattaðist í ítölsku í kvöld ólíkt síðasta miðvikudegi. Efast um að ég drattist til Kef á morgun að ná í systurnar, en sendi Grétar bróður. Dj vildi ég hafa eytt síðustu fjórum vikum á Benidorm.
Jæa. Apple Launches EU iTunes Music Store. Gettu hver er ekki með.
Hef látið undan bloggletinni undanfarið. Annars var helgin góð. Fór á uppskeruhátíð Berserkja á laugardaginn og á Víkingsballið í framhaldi af því . Pakkfullt af fólki, Paparnir trylltu lýðinn gjörsamlega og dansgólfið var þéttstaðið. Hef aldrei verið jafn óþunnur eftir jafn mikla ölvun, né sofið jafn vel. Þakka það reykleysinu á staðnum.
Ásgeir og Logi eiga að segja af sér. Núna strax. Já, í hálfleik. Þetta er óásættanlegt.
Nothing to report. Ætlaði að skrifa eitthvað um hvað ég væri gleyminn og myndi varla eftir bekkjarfélögum á Hvolsvelli (nema bestu vinunum) og þaðanafsíður miklu eldra fólki úr öðrum sveitarfélögum, en, nennti því ekki :-)
Kom mér loksins í ítölskutíma. Var alveg út á þekju til að byrja með og vonlaus í að koma út úr mér heilli setningu, en þetta kom nú frekar fljótt. Held ég eigi eftir að læra heilmikið. Ekkert *nýtt* en heilmikið sem ég hef séð áður og gleymt. Gott mál.
Bloggleti í miðri viku eins og oft. Enda fátt gert utan vinnutíma sem vert er að minnast á. Er búinn að bloggervæða vikingur.info, þannig að nú ætti ég að geta fengið fleiri í lið með mér. Mjög skemmtilegt hvað bloggervélin er breytanleg, síðan er næstum nákvæmlega eins, nema hvað dagsetning og tími hefur bæst við færslur og bloggerhnappurinn er þarna. Svo þarf ég að skella inn vísunum í eldri færslur. Includes gera líka mikið gagn, enda þarf þá ekki að breyta blogger template, heldur skrám sem liggja úti á vefnum sjálfum.