Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

zondag, oktober 31, 2004

Húsvermihóf

Heljarmagnað húsvermihóf hér í gær. Fjölmennt og góðmennt og stemming.
Hvað er betra á rólegum sunnudgei en að horfa á Star Wars í 5:1 græjum?

donderdag, oktober 28, 2004

Nanci Griffith

Ég hef minnst á að ég held að ég sé eini aðdáandi Nanci Griffith á landinu. Það voru sex diskar að koma frá Amazon, sem næstum fyllir safnið. En samt greinilega ekki nógu mikilli aðdáandi. Þegar ég leit á nancigriffith.com núna til að smella inn tenglinum sé ég að það er komin ný plata. Amazon greinilega ekki að standa sig í recommendations núna fyrst ég vissi það ekki. Þá er ekki annað að panta aftur.

woensdag, oktober 27, 2004

Dratt

Drattast allt þessa dagana ef ég á annað borð drattast eitthvert. Drattaðist í ítölsku í kvöld ólíkt síðasta miðvikudegi. Efast um að ég drattist til Kef á morgun að ná í systurnar, en sendi Grétar bróður. Dj vildi ég hafa eytt síðustu fjórum vikum á Benidorm.
Ef einhver veit hvar ég fæ svona dagsljóssperur hér á klakanum verð ég eilíflega þakklátur.
Annars eru Paparnir að gera sitt besta við að halda mér vakandi núna. Mikið rosalega var mikið fjör á laugardag.
Sitthvað sem mér datt í hug:
  • Hver hélt að breskir hommar gætu verið jafn kúl og Kanar? Þeim sem bjuggu til Queer Eye UK er svarið. Úff. Svo eru viðfangsefnin svo ótrúlega ensk og hallærisleg. Stelpurnar í How clean is your house passa miklu betur í ensku stemminguna.

  • Ábreiður: Það er ekkert mikið að því að reyna sig við að breiða yfir gömul lög. Stundum verður til hrein snilld. En ég heimta að það þýði ekki að gamla lagið hverfi ekki. Gamalt case in point: Ef einhver heldur að I will always love you sé ekki snilldarlag hefur einhver ekki heyrt Dolly. Íslenskt: Braggablús, Bubbi gargar. Nýrra: Öll hugsanleg bojbönd.

  • Arafat er að gefa upp öndina. Hlutirnir geta ekki versnað, er það?

  • Hobbiti!!

  • Ég þarf að fara að fara í ræktina

  • Scott Joplin sér um að koma smá brosi á andlitið áður en ég, you got it, drattast í rúmið.

iTunes Music Shop enn á ný

Jæa. Apple Launches EU iTunes Music Store. Gettu hver er ekki með.
Já sko þig. Öll Norðurlöndin. Og ekki heldur nýju ESB löndin fyrir austan. Það er þá EU búð. Hvenær ó hvenær kemur samkeppni við 64 kbps draslið frá tonlist.is?
Og ég sem hefði, ef ég hefði getað, keypt Teenage Kicks í gær til að hlusta á uppáhaldslagið hans John Peel.

maandag, oktober 25, 2004

Víkingsball

Hef látið undan bloggletinni undanfarið. Annars var helgin góð. Fór á uppskeruhátíð Berserkja á laugardaginn og á Víkingsballið í framhaldi af því . Pakkfullt af fólki, Paparnir trylltu lýðinn gjörsamlega og dansgólfið var þéttstaðið. Hef aldrei verið jafn óþunnur eftir jafn mikla ölvun, né sofið jafn vel. Þakka það reykleysinu á staðnum.
Ekki var verra að vera þokkalega hress á sunnudaginn og sjá mína menn taka Arsenal á hörkunni.

dinsdag, oktober 12, 2004

Afsögn. Núna.

Ásgeir og Logi eiga að segja af sér. Núna strax. Já, í hálfleik. Þetta er óásættanlegt.
[edit: Setti réttan tíma á færsluna]

maandag, oktober 11, 2004

Ekkert að skehe

Nothing to report. Ætlaði að skrifa eitthvað um hvað ég væri gleyminn og myndi varla eftir bekkjarfélögum á Hvolsvelli (nema bestu vinunum) og þaðanafsíður miklu eldra fólki úr öðrum sveitarfélögum, en, nennti því ekki :-)
Byrjaði á smá prójekti um helgina. Vona að mér haldist vel að verki við það, það er lúmskt gaman. Ég ætlaði að fara í endurhanna spjalllúkkið á víking.info, en kom mér ekki í það alveg, samt búinn að sjá út hvernig ég fer að.
Annars leið helgin bara svona ósköp lúnlega áfram við lestur og dúll. Næstum búinn að horfa á 4. seríuna af B4 á DVD. Þetta eru þvílíkt snilldarþættir.
Úps. Man núna. Gleymdi að vinna ítölsku heimavinnuna... tonight, tonight... enda er ég með gesti í mat á morgun, lítil ítalska þá.
En það er kominn tími til að haska sér í vinnuna. Hef alltaf ekki viljað vera að bloggfæra á þessum tíma dags þó henti þokkalega þegar ég er að græa morguntölvuverkin áður en ég fer í vinnuna. Það er nebblega ekki mjög fínt í nördheimum að vera svona svakaleg A persóna og ég ekki viljað koma út úr skápnum með það með risa bloggfærslum kl 6.30 :)

woensdag, oktober 06, 2004

Ítalska

Kom mér loksins í ítölskutíma. Var alveg út á þekju til að byrja með og vonlaus í að koma út úr mér heilli setningu, en þetta kom nú frekar fljótt. Held ég eigi eftir að læra heilmikið. Ekkert *nýtt* en heilmikið sem ég hef séð áður og gleymt. Gott mál.
Í öðrum fréttum: Skrifa undir kaupsamning... eða ölluheldur sölusamning á morgun. Nema eitthvað katastrófalt gerist. Vonum hið besta.
Það verður gott að eiga bara eina fasteign.

zaterdag, oktober 02, 2004

Enn er komin helgi

Bloggleti í miðri viku eins og oft. Enda fátt gert utan vinnutíma sem vert er að minnast á. Er búinn að bloggervæða vikingur.info, þannig að nú ætti ég að geta fengið fleiri í lið með mér. Mjög skemmtilegt hvað bloggervélin er breytanleg, síðan er næstum nákvæmlega eins, nema hvað dagsetning og tími hefur bæst við færslur og bloggerhnappurinn er þarna. Svo þarf ég að skella inn vísunum í eldri færslur. Includes gera líka mikið gagn, enda þarf þá ekki að breyta blogger template, heldur skrám sem liggja úti á vefnum sjálfum.
Ef ég væri alvöru nörd hefði ég auðvitað skrifað mitt eigið færsluumsjónakerfi.
Ljúfur laugardagur, afgreiddi ofangreindar breytingar milli 4 og 8 í morgun (það er mynd af mér við "A týpa" í orðabókinni), en fór svo yfir í eitthvað allt annað og náði þriggja tíma morgunlúr. Draumar í morgunsárið og í svona léttum svefni eru *enn* steiktari en venjulega. Ég vil ekki þekkja undirmeðvitundina mína... þvílíkur þrautakóngur sem henni datt í hug.
Hlustaði á Guðbrandsmessu eftir Hildigunni. Svona verðlaun letja mann ekki í að hamra á F5 :-D Er alltaf á leiðinni að hlusta meira á klassík. Líst vel á að fara á Toscu eftir jól. Já og jafnvel Sweeney Todd líka. En ekki núna. Núna er ég með My Top Rated á random í iTunes, og Billy Joel er að rokka húsið með Scenes from an Italian Restaurant af Þúsárakonsertinum sínum. Jíhaaa!