Jó... hvað?
Húsið er orðið hreint (að mestu) og tiltekið (að mestu). Þá má bara fara að skreyta!
Held ég byrji á því að koma upp myndum á veggi. Síðan á ég lítið af skrauti þannig að það er best að fara í leiðangur. Hvaða búðir eru bestar?
Húsið er orðið hreint (að mestu) og tiltekið (að mestu). Þá má bara fara að skreyta!
Hvernig gat ég vitað? Hvernig átti ég að vita? Það var ekki eins og þeir væru með sérgigg. Þetta var bara 45 mínútna sett á festivali hélt ég (2 tíma sett í raun) og ég var gunga í að drífa mig á svona stóratburð einn og enginn úr skólanum sem ég þekkti ætlaði. Miklu frekar að fara sérferð næst þegar þeir tækju Wembley.
Hef haft lítið að segja síðustu 10 dagana. Það hefur fátt gerst, en meira verið gert. Ég er orðin léttveikur af EverQuest bakteríunni, ekki of þó. Gerði mér góðan tossalista í síðustu viku yfir hluti sem hafa setið á hakanum og hef staðið mig vel í að krossa af þeim lista. Eitt það besta að hafa lokið var að færa alla kassana sem voru eftir í bílskúrnum upp í hús og í geymslu. Sé að ég get hent slatta, geri það smátt og smátt, fer í einn kassa í einu. Þetta þýðir auðvitað að ég get núna lagt í skúrnum án þess að hafa áhyggjur af hvað snjór og heitur bíll gerir fyrir rakastigið og hvort það skemmir bækurnar. Hefði samt verið betra að hafa það fyrr í vikunni!
Meðan ég man, og svo að það sé skjalfest. Fyrsta jólalagið kom á mánudaginn. Á Stjörnunni. Þá er hún úr myndinni næstu þrjár vikurnar. Létt varaði við um daginn að fyrsta jólalagið kæmi 'eftir níu daga'. Held að það sé þann 15. Þá get ég hætt að hlusta á hana. Held ég brenni diska til að hafa í bílnum. Og hlusti á Radíó Reykjavík. Þeir verða ekki í svona rugli.
Búin að vera ágæt helgi. Skrapp á safnið í gær í fyrsta skipti í nokkurn tíma og kom heim með 10 bækur. Tvær sem ég held ég sé að spara mér að kaupa (Bettý og nýjustu J.Kellerman innbundna). Restin svona bland af þekktu (2 Paretsky og 1 Koontz sem ég á til að kaupa) og SF/F bækur eftir höfunda sem ég hef heyrt af en ekki prófað.
Rakst á þessa viðbót við eftirmæli um Robert Merrill.
Demókratar á spjallþráðum blogga þeirra sem ég les eru sumir að jafna sig eftir áfallið, sig á að þetta var ekki beinn þjófnaður í þetta sinnið og hættir að hugsa um að flytja úr landi.
Bandaríkjamenn geta búið sig undir herskyldu, sífellt mannfall í Írak næstu fjögur árin, afnám persónufrelsis, nauðgun Alaskaverndarsvæðisins, skattaívilnanir ríkra, aukinn fjárlagahalla, veikari dollar, veikara hagkerfi, alræði ofsatrúarmanna, áframhaldandi réttinaleysi samkynhneigðra og annara sem eru óhreinir samkvæmt biblíunni.