Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

maandag, februari 28, 2005

Óskar

Hef fátt séð af þessum myndum nema hinar frábæru Sideways og Eternal Sunshine og ætla ekkert að vera að kvarta undan einu né neinu.
Vil bara benda á kjól kvöldsins.
Eða öllu heldur... Gúlp!.
[edit: helv. imdb að breyta síðuvísunum... má víst hafa mig við í allan dag að hafa þetta rétt!]

zaterdag, februari 26, 2005

Snúffelíum

Helgin er held ég alveg ágæt. Ekki spillir Arsenal jafnteflið áðan, það var skolli gaman að sjá minn ágæta vinnufélaga Ríkharð Daðason lýsa leiknum. Piltur fór vaxandi þegar á leið. Vona samt að hann haldi dagdjobbinu svona alla vega fyrst um sinn.
Heilsan fer síbatnandi eftir því sem líður á daginn. Getraunastemmingin í Víkinni var söm við sig. Alltaf sömu góðmennin þar. Í tilefni dagsins vafði ég upp rúllugardínunni í tölvuherberginu. Handvirkt. Þarf að lagfæra hana betur við tækifæri.
Myndir af grímuballinu er komnar í hús. Óperudraugurinn Ég var ekki frumlegur, dró fram Phantom grímuna mína og smókinginn. Það ætti að bjóða mér á frumsýninguna á bíómyndinni ;)
Ætti maður ekki annars að taka endanlega til fjármálin síðasta árs? Það er allt meira eða minna sorterað og á réttum stað er þarf kannske smáyfirferð. Væri fjör að þurfa ekki frest til tilbreytingar.
En ætli Tottingham sé ekki byrjað á Skjánum? Upp í leizíbójinn! Á meðan mallar þvottavélin og allt er í stakasta lagi.

woensdag, februari 23, 2005

Kathy Reichs

Er einhver búin að lesa Monday Mourning. Er henni nokkuð að fatast flugið?

zaterdag, februari 19, 2005

Grímuball

Spurt er: Hvenær viltu síst að frakkanum þínum sé st... sé tekinn í misgripum?
a) Ef hann er dýr
b) Ef bíllyklarnir þínir eru í honum
c) Ef húslyklarnir eru í honum. Og klukkan er 2 að nóttu.
d) Ef gleraugun þín eru í vasanum, af því að þú ert með grímu.
e) Allt af ofangreindu, nema hvað a-c skiptir ekki svo miklu máli því b: þú ert ekki á bíl og það eru til auka lyklar og c: frændi þinn í sömu götu er með auka húslykil.
18 ára frænku minni var frekar skemmt þegar ég kom að sækja lykilinn. Veit ekki hvort ég telst fyrirmyndar fyrirmynd. Reyndar var þetta nú ekki það slæmt að ég þyrfti að þiggja boð hennar um að fá stuðning upp tröppurnar heima.
Er núna búin að grafa upp gömlu gleraugun mín og er því sem næst lesfúnkerandi, þó það sé nú ekki alveg rétt resept. Skyldu tryggingar borga frakkann og gleraugun?
En það var sem sagt grímuball í gær, þrusugott partý. Blessuð hvíta andlitsmálning er enn að angra mig þrátt fyrir ítrekaðan þvott. Ekki samt alveg Goldfinger vandamál held ég.

woensdag, februari 16, 2005

Vín

Vínkynningin var meiriháttar góð. Arnar fær öll mín meðmæli, og líklega eitthvað reiðufé, þó ég hafi aldrei talist vínáhugamaður.

dinsdag, februari 15, 2005

Gamlar tónlistarsyndir

Minntist á það í fyrra að ég hefði iTjúnsað tvær" gamlar" safnkassettur sem voru "uppáhaldslögin mín 1" og 2.
Hér er sú fyrri:
Love Walks In - Van Halen
Seven Doors Hotel - Europe
As Hard as It Is - Fine Young Cannibals
Walk Of Life - Dire Straits
What Have I Done To Deserve This? - Pet Shop Boys
Piano Man - Billy Joel
Good Old-Fashioned Lover Boy - Queen
Graceland - Paul Simon
You Give Love A Bad Name - Bon Jovi
'39 - Queen
Cap in Hand - The Proclaimers
Rock the Night - Europe
Rendez-Vous 4 - Jean Michel Jarre
Bohemian Rhapsody - Queen
Dagsett: 1. október 1989. Ekki alveg bleeding-edge tónlistarsmekkur!

Hjálp! Ráðleggingar

Úff! Grímuball á föstudag og minns er alveg hugmyndasnauður. bjorn1 hjá gmail púnktur com tekur glaður við öllum uppástungum. Hugsanlega verðlaun í boði!
Af ýmsum ástæðum hefur rafmagnið hjá mér ekki enn verið tekið í gegn, og því hef ég ekki heldur tekið fyrir ljósabúnað í húsinu. Það er slatti af rússaperum hér. Ein slík er í svefnherberginu og hún sprakk í gærkvöld. Eftir að ég setti nýja peru í er mun dimmara þar inni, enda ekki nema von þegar farið er ú 150W í 75W. Þarf að hafa það í huga þegar ég vel ljós í herbergið. En líka hafa dimmer.

zondag, februari 13, 2005

Nett

Þetta var bara fínt í gær. Dinner hjá félaga mínum, með tilheyrandi 'Ísland er lítið' stemmingu. Samt nokkuð vel af sér vikið hjá okkur að taka hálftíma í að fatta að við hefðum margoft talað saman í síma. Það er svona að kynna sig bara 'Björn'. Ölstofan er ekki mín sena, Celtic Cross tómur, og þeir eiga hvort Jón Smið né Midleton. Rex var ekki alveg að gera sig, en Thorvaldsen var alveg í góðum gír. Alltaf gaman að hitta gamla vini sem maður hefur ekki hitt árum saman.

zaterdag, februari 12, 2005

Breyting

Scratch that. Önnur plön í kvöld. Neat.

Latur laugardagur

Letin ráðandi.
Nenni ekki einu sinni að lesa. Ætla að steikja mér nautsbita í kveld, með meððí og opna eins og eina rauðvín. Sem svo mun liggja undir skemmdum ef ég klár'ana ekki í kvöld. En why worry?

vrijdag, februari 11, 2005

Ljós leitt

Ég er búinn að vera að væla, ekki mikið þó, undan því að hafa ekki breiðband og það sé ekki á döfinni hér í Foxvojinum. Enda ekki nema von því hér verður kominn ljósleiðari í öll hús í haust.
Þá kemst ég í gagnvirkt samband við umheiminn! Og get væntanlega farið að skrifa inn á netið og soleis.
Kúl.
Kannske þeir rífi upp nóg að götum og stéttum til að við getum látið setja hita í stéttar og uppkeyrslu. Það væri hot.
Farinn í vinnuna. Komst að því þegar ég las Ófarasögu Hallveigar afhverju ég er svona morgunhress. Það er auðvitað af því að þetta er ókristilegur tími!

donderdag, februari 10, 2005

Húmor

Ég er að reyna að velta fyrir mér hvort ömmuatriðið í 3ja þætti Little Britain fengist sýnt í vinsælasta sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum og hvort það þætti fyndið?
Held það fengist kannske sýnt. Það sést jú ekki svo mikið sem bera öxl, hvað þá heldur geirvörtu.
Og í beinu framhaldi: Á Brits awards voru Gary Barlow og Howard eitthvað úr Teik Þatt kynntir sem verðlaunaafhendendur á "Besta lagi síðustu 25 ára". Upplitið á Robbie Williams (sem var tilnefndur) var ekki lítið fyndið. Svo voru þetta Lucas og Walliams. Bara að klæða Lucas upp sem fyrrum pinnöppið Barlow var nógu fyndið. Robbie vann fyrir Angels og benti á í móttöku"ræðunni" að hann hefði jú verið sá með hæfileikana... Ætli Barlow sé ekki bara á "World Tour of Bolton" eins og Lucas hélt fram?
Dj snillingur var Tom Lehrer. Rímið, maður lifandi, rímið.

maandag, februari 07, 2005

Munnstærð

Me and my big mouth.
Engar fimm mínútur síðustu tvo daga, neinei, meira svona 45 hvort kvöld.
Hvenær fer ég að hafa vit á því að grjóthalda kjafti um það sem gott er?

zaterdag, februari 05, 2005

Að sofna

Anna (sem ætti eiginlega að vera undir Ókunnugir sem ég stalka þarna hægra megin) minnist á hversu fljótt hún hafi sofnað. Á fimm mínútum.
Sem leiðir hugann að því að mér hefur í gegnum tíðina skilist af öðrum. að það þyki bara frekar snöggt. Í mínum haus telst hins vegar allt umfram fimm mínútur frá því ég skelli nefi í koddann óvenjulegt, og allt umfram 10-15 mínútur svefnleysisnótt. Þetta á ekki við ef ég reyni að sofna á bakinu. Ég get legið svefnlaus í hálftíma og síðan sofnað á 5 sekúndum ef ég sný mér á grúfu. Þetta hefur einmitt gert þessar augnfönduraðgerðir sem ég hef farið í af og til sérlega áhugaverðar. Þá þýðir ekkert að sofa á grúfu.
Mér dettur altíeinu í hug hvort að hér sé um dulda fóbíu sem stafar af því að hafa séð Fílamanninn 'at an impressionable age' eins og þar segir. En nei, annars, það var bara svo þægilegt þegar ég var alltaf með augnkompressuna hér í gamladaga að keyra hana ofan í koddann og hjálpa þennig til við að halda auganu lokuðu. Um. Nóg af augnlokadetails.
Ég get aftur á móti yfirleitt ekki 'lagt mig' og sá hæfileiki mágkonu minnar að taka dúr hvenær sem er er öfundsverður. Einu sinni sem gutti sat ég á gólfinu, horfði á sjónvarpið og var að tala við hana og áttaði mig ekki á því fyrr en hún var alveg hætt að ansa mér að hún hafði tekið sér hænublund sitjandi í sófanum.
Á móti kemur auðvitað að ég er óhugnanlega morgunhress.

donderdag, februari 03, 2005

Tiltekt

Tiltekt og viðhald. Sumt gengur vel, annað hægar.
Komst að því í gær að heyrnin hefur ekkert versnað á 10 árum. Þar fór sú afsökun. En þetta er stundum soltið mergjað.
Er annars frekar andlaus. Það hefur reyndar ekki alltaf þurf flókna hluti til að skemmta mér, og þessi leikur er engin undantekning (700K flash). Fékk annars sjónvarpsþáttapakka frá amazon, er að horfa á 2. seríu af Shield, síðan kemur Little Britain og þar á eftir fimmtaserían af B5. Þægilega heilalaust. Svona eins og sum fórnarlömbin í Shield.

dinsdag, februari 01, 2005

Hvílíkur leikur

Þetta var ekki leikur fyrir hjartveika! Frábær sigur á Arsenal. Mikið rosalega voru mínir menn góðir. Vann eina rauðvín á sigurinn og skiptist á flöskum við annan fyrst hvorugur okkar var með hárrétt úrslit. mmmjá