Já, eftir atburði gærdagsins er ég aftur farinn að vinna hjá Kaupþingi banka hf. En samt áfram hjá KB banka.
Það var sumsé aðalfundur í gær sem var vel sóttur og eftir fundinn hópuðust starfsmenn af öllum þjóðernum á hin ýmsu veitingahús bæjarins. Þar sem ég var ekki í neinum vinnuhópanna í gær endaði ég í góðra kvenna hópi á Tapasbarnum og fékk gott að borða. Kvöldið hélt svo áfram á apótekinu og Thorvaldsen áður en ég hætti leik þá hæst hann stóð og keyrði heim á leið. Ég var nefnilega óhemju stabíll og afþakkaði áfengi í gær. Held ég geri það samt ekki á árshátíðinni eftir tvær vikur! Í alla staði mjög gott kvöld.
Ætla að endurtaka hér athugasemd sem ég plantaði við blogg hjá
Særúnu Maríu enda hnyttið og rétt í umræðunni um Hefnd Siþþanna:
Sko... þegar george lucas segir þetta eiga að verða eins og Titanic, þá fór ég nú að hugsa hvort ég ætti nú ekki bara að fara á myndina þrátt fyrir hrollinn af epísódum 1 og 2..
Enda fór ég á Titanic gagngert til að sjá einhvert mesta stórvirki 20. aldar sökkva endanlega í sæ.Er búinn að lesa tvær nýjar bækur frá KaupiAlltaf höfundum. Nýjasta Kathy Reichs er bara lala og ég finn vægan fnyk af Cornwall syndrómi. Plottið ekki áhugavert, og einkamálaplottið efnislítið og dregið á langinn í gegnum bókina. Það er oft sem höfundar þurfa að gera ráð fyrir að persónurnar þeirra tali ekki saman eins og flest fólk. Nýjasta Ian Rankin var líka ekki frábær,
Fleshmarket Close. Of þunnt plott. Það fyndnasta er reyndar að í Bandaríkjunum heitir hún
Fleshmarket Alley. Tvær þjóðir aðskildar af einu tungumáli.
Best að klára skattframtalið hennar mömmu núna. Á bara eftir að setja inn eina tölu. Svo er mitt á morgun. En ætli ég sæki ekki um frest samt :-D
Svo er þriggja daga vinnuvika. Vúhú!