Neyðarástandi aflýst
Þetta reddast. Kannske ekki alveg eftir uppskrift, en þetta reddast.
Þannig að þið megið hætta að hringja!!
Þetta reddast. Kannske ekki alveg eftir uppskrift, en þetta reddast.
Ef þú er langbest í heimi í þínum flokki í þinni íþrótt síðustu hvað, 10 árin, með basilljón heimsmet, heimsmeistaratitla og Paralympicstitla, hvað meira þarftu að gera til að vera íþróttamaður ársins? Bjarga barni úr brennandi húsi? Fara í framboð?
Fékk kalkún í gær, og keypti kalkún áðan.
Maturinn tókst vel, humarinn stór og yummy, Húsavíkurhangiketið frábært, og tiramisuið það allrabesta sem ég hef smakkað. Blanda af uppskrift úr Italian Cookbook og Matreiðslubók matargúrúsins.
Það er ljótt að vera vondur við minni máttar, en þegar þetta er skrifað, þá er fyrirsögnin á þessarri frétt í Dýrasta Bloggi Landsins: "Leðurblökumaðurinn kleif hæstu byggingu heims".
Bjarnarbloggið óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla, góðs matar, indælis félagsskapar og góðrar hvíldar um hátíðarnar!
Mikilvægasta starfið þessa dagana: Upplýsingatæknistjóri jólasveinsins
Birgðastaða: Fullkomin
Allt er þetta nú indælt. Mamma á afmæli í dag. Viðhélt hefðinni og fór með gúmmelaði úr Konditori Copenhagen í morgunkaffið í Kópavoginum og nú á eftir er svo lundaveisla.
Til að komast í jólaskapið ætla ég að létta á mér og telja upp ýmislegt óþolandi:
Jólatréð komið. Hefði getað verið flottara en verður hvort er eð upp að vegg. Keypti tvær seríur í það líka. Þetta er allt gott!
Er hér ennþá, ekkert að gerast og upptalningin komin í 7.
Farinn í laufabrauðsgerð. Ekkert hálfkák í þessarri fjölskyldu, engin 'járn', bara skurðhnífar (og þá meina ég það) eða flugbeittir vasahnifar. Kartöflugafflar í pikkið, verkaskipting milli þeirra sem eru góð að skera og þeirra sem gera eintómar vitleysur, listaverkin fljúga, og við verðum að fram að kvöldmat.
Ég hefur áður kvartað og stend alveg við það.
Mikið ofboðslega var ég að lesa sorglega bók. Liggur við ég þurfi að horfa á 10 gamanmyndir með happyend til að fá mótefni.
Færsla fyrir nokkrum dögum var til komin af því að ég var að horfa á DVD af tónleikum í Milton Keynes. Rétt áðan varð ég fyrir ekki ósvipaðri reynslu. Ég á vissulega möguleika á því í framtíðinni að fara á tónleika með Neil Hannon, betur þekktum sem The Divine Comedy, en óvíst er hvort það verður með eins stórri hljómsveit og hann spilaði með í London Palladium í vor. Þvílík snilld.
Guðmundur Ólafsson í Silfri Egilsfyrir 3 mínútum: "Skattaafslátturinn fer í fyrstu umferð til kaupmanna og fræðimanna... kaupmanna og framleiðanda"
Jólainnkaupin í dag tókust næsta vell, með góðri hjálp! Gott að eiga góða vini. Kúlur á jólatré og ýmist dittendatten dinglumdangl, og þrír litlir trésveinar með ullarhúfur í gamla stílnum.
*fwoom* Vikan leið hjá. Gerði sumt smálegt sem þurfti að græja.