Bjarnarhýðið

Bjarnarblogg

A bear by name, not by nature

Víkingur 100 ára

vrijdag, december 31, 2004

Neyðarástandi aflýst

Þetta reddast. Kannske ekki alveg eftir uppskrift, en þetta reddast.
Þannig að þið megið hætta að hringja!!

Klúður

Total klúður. Er Dómínós opin í kvöld?

donderdag, december 30, 2004

Hvað þarf til?

Ef þú er langbest í heimi í þínum flokki í þinni íþrótt síðustu hvað, 10 árin, með basilljón heimsmet, heimsmeistaratitla og Paralympicstitla, hvað meira þarftu að gera til að vera íþróttamaður ársins? Bjarga barni úr brennandi húsi? Fara í framboð?
Og hvers vegna var flogið með bikarinn til Englands áður en verðlaunin voru veitt? Má engin spenna vera í neinu lengur? Var þetta gert fyrir Ásgeir? Finnst þetta hallærislegt.
Fyllingin er kominn í kæliskápinn. Ætti að ná heim fyrir 12.45, fylla og saum...úps. Það var sosum eitthvað sem vantaði. En allavega, fuglinn ætti, með smá herkjum að komast í ofninn fyrir eitt. Þá er þetta allt í góðu.

maandag, december 27, 2004

Kalkúnn

Fékk kalkún í gær, og keypti kalkún áðan.
Stendur að hann eigi að þiðna í ísskáp í 1-2 sólarhringa, en ég ætla að láta hann vera þar frá nú fram á föstudagshádegi. Ekki skemmist hann við það. Nú er að finna gott stuffing. Ekkert sérlega hrifinn af ávaxtastuffing, meira fyrir einhverskonar brauðdóti.

zaterdag, december 25, 2004

Góður matur

Maturinn tókst vel, humarinn stór og yummy, Húsavíkurhangiketið frábært, og tiramisuið það allrabesta sem ég hef smakkað. Blanda af uppskrift úr Italian Cookbook og Matreiðslubók matargúrúsins.
Núna eru gestirnir farnir og ég sit og horfi á sjónvarpið. mmmmnotalegt.

Hlátur á jóladagsmorgun.

Það er ljótt að vera vondur við minni máttar, en þegar þetta er skrifað, þá er fyrirsögnin á þessarri frétt í Dýrasta Bloggi Landsins: "Leðurblökumaðurinn kleif hæstu byggingu heims".
Spæderman, battman... uss þetta er allt sami grauturinn í sömus skálinni.

vrijdag, december 24, 2004

Gleðileg jól!

Bjarnarbloggið óskar vinum sínum og velunnurum gleðilegra jóla, góðs matar, indælis félagsskapar og góðrar hvíldar um hátíðarnar!

donderdag, december 23, 2004

Upplýsingatæknistjóri jólasveinsins

Mikilvægasta starfið þessa dagana: Upplýsingatæknistjóri jólasveinsins
Nú ætla ég í bæinn. Jólaóróarnir fara ekki þar sem ég hélt þeir myndu fara. Mig vantar tré- og málmtæknistjóra.

Birgðastaða

Birgðastaða: Fullkomin
Óreiðustaða: Veruleg.
Skreytingastaða: Nær núll.
Og ég ætla vera kominn í bæinn kl. 8. Yikes

dinsdag, december 21, 2004

Indælt

Allt er þetta nú indælt. Mamma á afmæli í dag. Viðhélt hefðinni og fór með gúmmelaði úr Konditori Copenhagen í morgunkaffið í Kópavoginum og nú á eftir er svo lundaveisla.
Er búinn að senda öll kort. Allur er varinn góður og ég smellti A póstur, par avion líka á innanbæjarkortin. Not the brightest bulb in the box, ha? Fengum jólagjöfina frá bankanum í dag. Ég náttlega kíkti, ekki að þurfi að kíkja mikið í langan, mjóan strigapoka með "Nordic Walker" utaná, en svo var líka bakpoki. Mun stika um Foxvoxdalinn í vor sumar og haust með stafi og bakpoka, fullan af múrsteinum....
Kom við í Nóatúni og keypti helstu vörurnar í jóladagsmatinn. Trúi varla hvað ég er í tæka tíð með allt.

zondag, december 19, 2004

Óþolandi

Til að komast í jólaskapið ætla ég að létta á mér og telja upp ýmislegt óþolandi:

  • Fólk sem finnst réttritun vera óþarfa föndur í skrifum. Þegar málfarsvillur eru farnar að vaða uppi í Morgunblaðinu er fokið í flest skjól. Og hvaða fávita datt í hug að "Pólarhraðlestin" væri rétt íslenska?

  • Efnavopnahryðjuverkamennirnir í Lush í Kringlunni. Er ekki nóg að undir venjulegum kringumstæðum þurfi ég heilan pakka af pappírsvasaklútum vegna þess hvað mér vöknar illilega um augun í loftræstingarloftinu þar inni?

  • Að fallegt kvenfólk heilsi mér á hraðferð götu og ég sé svo blankó að ég geti ekki með nokkru móti kveikt á því hver þetta geti verið

zaterdag, december 18, 2004

Jólatré!

Jólatréð komið. Hefði getað verið flottara en verður hvort er eð upp að vegg. Keypti tvær seríur í það líka. Þetta er allt gott!
8.

woensdag, december 15, 2004

Enn á lífi

Er hér ennþá, ekkert að gerast og upptalningin komin í 7.
Enn ekki búinn að finna nógu fallegt rauðgreni yfir tvo metra á hæð.

zondag, december 12, 2004

Laufabrauð

Farinn í laufabrauðsgerð. Ekkert hálfkák í þessarri fjölskyldu, engin 'járn', bara skurðhnífar (og þá meina ég það) eða flugbeittir vasahnifar. Kartöflugafflar í pikkið, verkaskipting milli þeirra sem eru góð að skera og þeirra sem gera eintómar vitleysur, listaverkin fljúga, og við verðum að fram að kvöldmat.

zaterdag, december 11, 2004

Hilmir snýr heim

Ég hefur áður kvartað og stend alveg við það.
En nú hef ég séð Hilmi snýr heim eins og hún á að vera og ég segi aðeins eitt: Snilldarverk.

woensdag, december 08, 2004

Lausir endar.

Mikið ofboðslega var ég að lesa sorglega bók. Liggur við ég þurfi að horfa á 10 gamanmyndir með happyend til að fá mótefni.
Það datt aldrei inn pósturinn um hvað þessir tónleikar séu FRÁBÆRIR. Verð að sjá þetta live einhvern tímann.
Upptalning, áframhald: 3,4.

maandag, december 06, 2004

Færsla fyrir nokkrum dögum var til komin af því að ég var að horfa á DVD af tónleikum í Milton Keynes. Rétt áðan varð ég fyrir ekki ósvipaðri reynslu. Ég á vissulega möguleika á því í framtíðinni að fara á tónleika með Neil Hannon, betur þekktum sem The Divine Comedy, en óvíst er hvort það verður með eins stórri hljómsveit og hann spilaði með í London Palladium í vor. Þvílík snilld.
Neil og Nanci. Þetta eru tvennir tónleikar sem ég verð að fara á. Ætla að drífa mig næst þegar ég á minnsta möguleika á, ekki bara spá í að það gæti verið gaman að fara!
Kortskrif langt komin.
...þetta átti að fara inn í gær, gleymdi að ýta á publish...

zondag, december 05, 2004

Mismæli ársins

Guðmundur Ólafsson í Silfri Egilsfyrir 3 mínútum: "Skattaafslátturinn fer í fyrstu umferð til kaupmanna og fræðimanna... kaupmanna og framleiðanda"

zaterdag, december 04, 2004

Mistækur dagur.

Jólainnkaupin í dag tókust næsta vell, með góðri hjálp! Gott að eiga góða vini. Kúlur á jólatré og ýmist dittendatten dinglumdangl, og þrír litlir trésveinar með ullarhúfur í gamla stílnum.
United vann, en Víkingur tapaði illa fyrir ÍR, dapur dagur í Víkinni.
Sé fram á rólegt og kósý kveld.

*fwoom* Vikan leið hjá. Gerði sumt smálegt sem þurfti að græja.
Komst ekki á Miracle, og gerði fátt í vikunni fréttnæmt. Ætla að taka helgina eins og þetta sé síðasta helgi fyrir jól, sjáum til hvort það tekst. Búðarleiðangurinn er á eftir. Og jólakortin á morgun, klikkaði á því um síðustu helgi.
Jólalöginn öll sorteruð í iTunes, svo er bara að færa yfir á iPoddinn og ég verð gangandi jólaDJ :-D
Það var gaman að sjá hvað netmiðlarnir voru með á nótunum á gjaldeyrismarkaði í gær, 3% styrking um tíma og kl 11 var mbl.is (dýrasta blogg landins??) með frétt um að KB banki spáði gengisstyrkingu í kjölfar vaxtalækkunar. Þá þegar var komin 2% styrking. frettir.com hefðu verið með fingurinn betur á púlsinum...
Reyndar ætla ég að hefja upptalningu: 1...2...
Og hana nú.